Veflausnir

Vefsíður þurfa ekki eingöngu að innihalda gott efni. Þær þurfa líka vera notendavænar og skemmtilegar. Þegar fólk heimsækir vefsvæðið þitt vilt þú vefurinn standi út úr hópnum og kynni þær vörur eða þjónustu sem þú hefur upp á bjóða. Þú vilt fólk komi til baka og noti vefsíðuna þína eða hafi samband við þig. 

HVAÐ BJÓÐUM VIÐ UPP Á?

Vefhönnun &
greining

Hvort sem þú veist nákvæmlega hvað þú vilt gera eða ef þú ert eiginlega bara að horfa í kringum þig þá viljum við endilega heyra frá þér. Ráðgjafar okkar geta gefið þér góða tilfinningu fyrir því hvaða nálgun er gott að taka á fyrstu metrunum. 

I - Gróft mat / fast verð

Við einfaldari veflausnir getum við oftar en ekki gefið gróft mat á flækjustig, kostnað og tíma áætlun.

II - Þarfagreining

Þegar hugmyndir eru að fæðast getum við komið inn og aðstoðað við að útlista næstu skref.

III - Hönnunarsprettir

Þar sem vanda á til verks keyrum við saman hönnunarspretti saman til að tryggja að allir sjái markmiðin og virknina eins.

Vefþróun

Við aðstoðum þig við að finna hvernig nálgun hentar þér og hvaða lausnir mæta þínum þörfum. Við viljum ekki eingöngu byggja með þér vef heldur hjálpa þér að byggja veflausn sem mætir þínum markmiðum og byggja á langtíma sambandi.

I - Staðlaðir vefir

Vefsíðan er mjög einföld og byggir á einingum sem eru tilbúnar. Útfærsla stöðluð og unnin hratt.

II - Aðlagaðir vefir

Síðan er byggð á tilbúnum þemum og er ekki endilega flókin en vanda á til verks eða einhverjir þættir þurfa sérstakar útfærslur.

III - Sérhannaðir vefir

Metnaðarfull verkefni þar sem vandað skal til verka og hönnun, virkni og stafræn stefnumótun er framar öðru.

Vefrekstur & ráðgjöf

Eftir að vefur fer í loftið er samstarf okkar vonandi rétt að byrja. Hvort sem þú vilt einfaldlega að við hýsum síðuna, tryggjum öryggi og aðstoðum þegar þú þarft eða þú leitist eftir meira samstarfi þá erum við með nálgunina fyrir ykkar veflausn. 

I - Til staðar & öryggið

Síðan er mjög einföld og byggir á einingum sem eru þekktar. Útfærsla stöðluð.

II - Vefstjórinn

Síðan er ekki endilega flókin en vanda á til verks eða einhverjir þættir þurfa sérstakar útfærslur.

III - Vefteymið

Metnaðarfull verkefni þar sem vandað skal til verka og hönnun, virkni og stafræn stefnumótun er framar öðru.

Við elskum vefsíður

OK hefur komið að smíði yfir 600 vefsíðna og fer vaxandi. Það má því segja að við vitum hvað þarf til. Fyrsta skrefið er að þarfagreina verkefnið: Við setjum okkur í spor notenda vefsíðu þinnar og veltum við því fyrr okkur hvað myndi gera lífið auðveldara fyrir þá? Hvort sem er um að ræða einfaldan þemu-vef eða flókna sérsmíði þá erum við rétti aðilinn í verkið.

OK þróar veflausnir af öllum stærðum og gerðum.

Látum verkin tala

OK hefur komið að smíði yfir 600 vefsíðna síðan 2003. Það má því segja að við vitum hvað þarf til. Fyrsta skrefið er að þarfagreina verkefnið. Við setjum okkur í spor notenda vefsíðu þinnar og veltum við því fyrr okkur hvað myndi gera lífið auðveldara fyrir þá? Hvort sem er um að ræða einfaldan þemu-vef eða flókna sérsmíði þá erum við rétti aðilinn í verkið.

Rekstur og þjónustusamningar

Það mikilvægasta sem við byggjum eru ekki veflausnir heldur viðskiptasambönd. Við leggjum því töluvert upp úr því að byggja upp gott samstarf og útfæra þjónustusamninga til virks rekstur og ráðgjafar á öllum þeim lausnum sem við setjum í loftið.

Ráðgjöf

Ráðgjafar okkar hjálpa núverandi og tilvonandi samstarfsaðilum að finna sín tækifæri í stafrænni umbreytingu. Hönnunarsprettir: frábær leið til þess að koma hugmynd úr hausum og niður á blað. Útseldur vinnusprettur með fagaðilum sem koma lausninni nær raunveruleikanum.

Kría - Vinnuskólakerfi

Krían auðveldar umsóknir, hópaskiptingu, tímaskráningu og allt almennt utanumhald fyrir vinnuskóla landsins. Á meðal viðskiptavina eru Reykjavíkurborg, Kópavogur og Hveragerði.

Rowena – DK í Woocommerce samtenging

Tilbúinn tengill sem við setjum ofan á vefverslanir í Woocommerce til að upplýsingar flæði milli DK og vefverslunar. Dæmi um gögn sem flæða: Vörur, magn, birgðarhús, verð, reikningar.

Kettle - Bókunarkerfi

Bókunarkerfið Kettle byggir á öflugum grunni sérsmíðuðum af OK. Sérstaða Kettle eru tækifæri þess til aðlögunar og sér útfærslna fyrir viðskiptavini. Í dag er það sem dæmi notað fyrir tímaskráningar öryggisvarða, tímabókanir í dekkjaskipti og skráning fyrir bílastæðageymslu svo eitthvað sé nefnt.

Sérlausnir

Hjá OK starfar teymi sérfræðinga sem eru sérhæfðir í því aðfinna og útfæra þá lausn sem hentar þínum rekstri best.