OK eru viðurkenndur þróunaraðili og þjónustuaðili á X-road, eða Straumsins eins og hann heitir á íslensku. OK unnu að uppsetningu á Straumnum í samstarfi við Ísland.is ásamt því að hafa sett upp og þjónustað bæði opinberar stofnanir og einkaaðila sem þurfa að eiga gagnasamskipti við ríkið.
Til að setja upp Strauminn (X-Road) þá þarf að setja upp öryggisþjón með tilgreindum útgáfum af stýrikerfum og ef á að miðla upplýsingum þá er gerð krafa á að setja upp þróunar, prófunar- og raunumhverfi. Einnig er gerð krafa um að uppfæra umhverfið regulega í samræmi við uppfærslur hjá Stafrænu Íslandi.
Straumurinn (X-Road) er gagnaflutningslag sem er ætlað að auðvelda samskipti milli upplýsingakerfa á staðlaðan og öruggan hátt. Straumurinn er verkfæri sem stofnanir og fyrirtæki í landinu geta notað til að miðla upplýsingum og þjónustu með skýrum hætti sín á milli og til allra landsmanna á einum stað. Í þessu felst mikið hagræði og þægindi fyrir stofnanir, fyrirtæki og notendur.
Straumurinn var innleiddur af Stafrænu Íslandi og ef aðilar ætla sér að nálgast eða milða upplýsingum við opinbera aðila þá hefur krafa um að nota Strauminn sem samskiptarmáta verið að aukast.
Straumurinn gerir stofnunum og fyrirtækjum kleift að eiga í samskiptum með mismunandi kerfum eða vefgáttum (skjalastjórnunarkerfi og upplýsingakerfi stofnana) á mun sveigjanlegri hátt en áður hefur þekkst.
Sem dæmi geta upplýsingar um einstaklinga, sem skráðar eru í einu kerfi, flætt yfir í annað. Það minnkar tvíverknað og ekki þarf að óska eftir upplýsingum frá notendum sem liggja þegar fyrir. Gögn fara þannig á milli stofnanna/fyrirtækja, ekki fólk.
Straumurinn er undirstaða þess að stofnanir/fyrirtæki geti sótt alla þjónustu hins opinbera á einum stað í miðlægri þjónustugátt
Straumurinn er með fjölþætt öryggiskerfi: Sannvottun og auðkenningu notenda, dulkóðun á gögnum og tímastimplaðar aðgerðir sem tryggir rekjanleika. Þegar Straumurinn hefur verið settur upp og er tilbúinn til notkunar munu stofnanir/fyrirtæki geta miðlað upplýsingum sín á milli með stöðluðum og öruggum hætti.
Til að einfalda og stytta þetta ferli þá hafa OK útbúið X-Road SSaaS þjónustu þar sem hægt er að fá aðgengi að uppsettu X-road umhverfi með allri þjónustu og því ekki þörf á að huga að neinu nema tengjast umhverfinu.
Það er því mikill ávinningur af því að kaupa tilbúna þjónustu OK og sleppa við uppsetningu og rekstur öryggismiðlara ásamt því að þurfa ekki að sækja sér sérfræðiþekkingu við að læra á tæknilega innviði Straumsins.
HVAÐ BJÓÐUM VIÐ UPP Á?
Hægt er að fá X-Road þjónustuveitingu frá OK í mismunandi útfærslum og má þar nefna:
Tilbúin þjónusta sem er hýst og rekin af OK.
X-Road hýst hjá viðskiptavini en uppsett og þjónustað af OK.
X-Road fyrir fleiri viðskiptavini í samhýstu umhverfi hjá OK