Fólkið er fyrirtækið. OK er krefjandi og skemmtilegur vinnustaður þar sem starfsfólk er hvatt til að vera sjálfstætt í starfi og hafa áhrif á starfsumhverfið sitt. Hjá OK starfar samhentur hópur og kapp er lagt á að viðhalda góðum starfsanda, sem hefur skilað sér í ánægðu starfsfólki sem hefur fengið tækifæri til að vaxa og dafna í leik og starfi. Opin Kerfi hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2023 sem veitt er fyrirtækjum fyrir framúrskarandi vinnuumhverfi og starfsanda.
OK hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2023 í flokki stórra fyrirtækja. Þetta er þriðja árið í röð sem OK hlýtur þessa viðurkenningu frá VR sem hefur í rúm 20 ár staðið fyrir valinu á Fyrirtæki ársins.
Við erum afar stolt af því að tilheyra flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo. Aðeins rúmlega 2% fyrirtækja á hlutafélagaskrá teljast Framúrskarandi samkvæmt Creditinfo. Síðastliðin fjórtán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa sýnt fram á framúrskarandi rekstur.
Traust og heiðarleg samskipti eru lykilstoðir í menningu okkar. Við leitumst við að viðhalda opnum og óþvinguðum samskiptum okkar á milli, við berum virðingu hvort fyrir öðru og leggjum hvort öðru lið.
Hjá okkur eru öll í hópnum jafn mikilvæg og við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk temji sér samskipti á jafningjagrundvelli.
OK eru reglulega í leit að hæfileikaríku fólki sem passar vel inn í samhentan hópinn. Við leggjum áherslu á að ráða inn hæft fólk með fjölbreytta þekkingu og færni, sem þyrstir í að koma með okkur í spennandi vegferð og vaxa og dafna hjá okkur í leik og starfi.
OK er þekkt fyrir öflugt og virkt félagslíf. Hjá okkur eru starfræktir ýmsir klúbbar og hópar og ættu öll að finna eitthvað við sitt hæfi – Golfarar, bjórbruggarar, rauðvínsáhugafólk, bumbuboltaspilarar, göngugarpar eða borðspilarar svo fátt eitt sé nefnt.
Þá eru ýmsir viðburðir haldnir yfir árið og við erum dugleg að finna og nýta minnstu tilefni til að fagna. Við getum státað af frábærlega skemmtilegum árshátíðum, útilegum, fjölskyldudögum, jólaböllum, pub-quizum, ævintýraferðum og námskeiðum af ýmsum toga.
OKKUR LEIÐIST ALDREI
Við leggjum okkur fram við að tryggja starfsfólki sveigjanleika í starfi til að auðvelda öllum að tvinna saman vinnu og fjölskyldulíf.
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629