Þú hefur val þegar það kemur að prentlausnum
Við hjálpum þér að finna út hvaða leið hentar þínu fyrirtæki best.
Þú getur keypt prentara og rekstrarvörur hjá okkur og rekið búnaðinn sjálf(ur), eða gert prentrekstrasamning sem hentar þínu fyrirtæki og látið okkur um reksturinn.
Kynntu þér möguleikana og nýjustu tæknin frá HP hér fyrir neðan eða heyrðu í okkur og við aðstoðum þig.
Ef þú hefur áhuga á að reka þitt prentumhverfi bjóðum við sérverð, allt að 30% lægra, á prenturum og rekstrarvörum. Flest HP tæki geta fallið undir þennan samning, þó ekki þau allra minnstu. Samningstími allt að 5 árum.
Láttu sérfræðinga um að reka prentumhverfið, þar sem allt er innifalið. Tæki, vinna, varahlutir, og rekstrarefni fyrir ákveðið blaðsíðuverð. Pappír getur einnig verið innifalinn í verðinu. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli reynslu í prentrekstri. Í dag rekum við um 1.400 prentara. Samningstími allt að 5 árum.
Fyrirtæki eru stöðugt að búa til gögn sem innihalda trúnaðarmál eða verðmæti sem skipta sköpum í rekstrinum. Oftast eru þessi gögn varin með ýmsum hætti sbr. með auðkenningu, dulkóðun og almennu eftirliti með netkerfum, vinnustöðvum og netþjónum.
Brotalöm í öryggismálum og kostnaðurinn í kjölfarið getur verið gríðarlega hár, hvort sem er vegna skjala sem liggja á glámbekk, gagna sem fara frá tölvu til prentara eða viðkvæmra upplýsinga sem liggja á geymslumiðlum.
Til þess að tryggja sem best að fyrirtækið sé varið þá þarf lausn sem einfaldar og styrkir öryggi prentumhverfisins líka. Það sparar tíma og fjármuni sem nýtast betur annarsstaðar.
HP hefur lagt metnað sinn í að tryggja öryggi prentara og PC véla. Í prenturunum er svokallaður „Golden Key“ sem endurræsir prentarann ef hann verður fyrir áreiti.
HP JetAdvantage býður upp á einfalda og auðvelda leið til að stýra öryggismálum í prentumhverfinu. Kerfið fylgist með umhverfinu og lætur vita ef frávik verða. Samhliða er hægt að nýta sjálfvirkar uppsetningar og uppfærslur á öryggisstöðlum til að styrkja upplýsingaöryggi og draga samhliða úr umsjónarkostnaði.
Hægt er að setja upp, virkja og fylgjast með tækjum með því að stilla upp öryggisferli og tryggja öryggi HP búnaðar um leið og honum er bætt við þann sem fyrir er með HP Instant-on Security.
HP blek- og tonerhylki – snjallasta leiðin að fá sem mest út úr fjárfestingunni
Með því að nota „original“ hylki sem eru sérhönnuð og sérframleidd fyrir HP prentara, nærð þú hámarksafköstum og bestu mögulegu gæðum í útprentun.
Ef þú velur að reka þitt eigið HP prentumhverfi bjóðum við þér sérverð á aukahlutum. Þú getur líka verið með búnaðinn og rekstrarvöru á prentsamningi þar sem allt er innifalið.
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629