Við sameiningu Opinna Kerfa og PREMIS varð til tölvufyrirtæki sem ætlar sér að vera eitt þeirra stærstu á markaðnum. Undir nafninu OK sameinast eldmóður, reynsla og þekking starfsfólks sem setur þarfir viðskiptavina í forgang.
OK hefur að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, rekstri, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum.
OK er traustur og góður samstarfsaðili sem hefur viðskiptavininn ávallt í fyrirrúmi. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. OK á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið eins og t.d. HP og HPE, Microsoft, Cisco, Red Hat og mörg fleiri.
Okkur er annt um öryggi upplýsinga og tryggjum það með ISO/IEC 27001 vottun í upplýsingaöryggi.
OK hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna.
Markmið með jafnréttisáætlun OK er að tryggja að félagið hafið mannauðs- og jafnréttisstefnu og unnið sé með hana að leiðarljósi.
OK hefur gefið út Öryggisstefnu til að leggja áherslu á stjórn upplýsingaöryggis í starfsemi sinni.
Hér er að finna almenna viðskiptaskilmála OK.
Markmið OK er að vera vinnustaður þar sem allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri í starfi og að allt starfsfólk hjá félaginu njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og gætt sé jafnréttis í ákvörðunum er snúa að launum.
Stjórnendur OK leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgður aðili í samfélaginu.
Stefna OK um samfélagsleg ábyrgð er viðleitni til að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila auk umhverfis í gegnum daglegan rekstur sinn.
OK er hluti af stærra samfélagi og það er okkar ábyrgð að leggja okkar á vogaskálarnar í þróun sjálfbærni á Íslandi. Því leitast OK við að draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi sinnar og leggja af mörkum það sem okkur er unnt í þágu jákvæðrar þróunar upplýsingatækni.
OK hefur að leiðarljósi að draga úr neikvæðum áhrifum starfsemi félagsins á umhverfið. Við höfum sett okkur markmið og áherslur hvað varðar flokkun sorps, endurnýtingu og endurvinnslu búnaðar og rekstrarvara ásamt notkun rafmagnsbíla í daglegum verkefnum hjá félaginu, svo eitthvað sé nefnt.
OK leggur sitt af mörkum í sköpun heilbrigðs samfélags þar sem áhersla er lögð á jafnrétti og fjölbreytni, andlegt og líkamlegt heilbrigði, góðan starfsanda sem eykur starfsánægju og að starfsumhverfi sé gott. Það er okkur mikilvægt að hlúa að starfsfólki okkar, laða að okkur einstaklinga með fjölbreytta hæfileika og kosti, gefa því tækifæri til að vaxa í starfi og vera þannig eftirsóttur vinnustaður þar sem ólíkir einstaklingar fá tækifæri til að þrífast og blómstra.
OK vinnur eftir jafnlaunakerfi og stefnir á jafnlaunavottun fyrir lok árs 2022. Ásamt þessu einsetjum við okkur að passa upp á að birgjar og samstarfsaðilar virði mannréttindi fólks og samþykkjum við ekki þrælkunar- eða barnavinnu hjá neinum af þeim aðilum.
Stjórn félagsins og stjórnendur leggja sig fram við að viðhalda góðum stjórnarháttum. Í því felst meðal annars að siðareglur eru settar fyrir allt starfsfólk félagsins sem ætlað er að draga úr spillingu eða misferli, lögð er áhersla á æskilega háttsemi birgja, persónuvernd og mannréttindi ásamt því að reglur um kjarasamninga eru virtar.
Þjónusta félagsins hefur sjálfbærniþætti á borð við öryggismál, persónuvernd og stafræna vegferð sem styður við sjálfbærnivegferð ekki bara OK heldur einnig viðskiptavina.
Opin Kerfi hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2023 í flokki stórra fyrirtækja. Þetta er þriðja árið í röð sem OK hlýtur þessa viðurkenningu frá VR sem hefur í rúm 20 ár staðið fyrir valinu á Fyrirtæki ársins.
OK er á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir Fyrirmyndarfyrirtæki 2022. Einungis 2,3% fyrirtækja á Íslandi eru Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri samkvæmt skilyrðum Keldunnar og Viðskiptablaðsins og erum við því virkilega stolt af þessum árangri og þákklát fyrir að fá þessa viðurkenningu.
Í TRAUSTU SAMSTARFI MEÐ HEIMSÞEKKTUM AÐILUM TIL MARGRA ÁRA
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629