Mikil vitundarvakning hefur orðið á meðal fyrirtækja og stofnana um allan heim um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR). Ísland er þar engin undantekning og hafa fyrirtæki í öllum atvinnugreinum orðið vör við að erlendir og innlendir viðskiptavinir búast við því að fyrirtækin hafa yfirlýsta stefnu í samfélagsmálum.
Stefna Opinna Kerfa um samfélagsleg ábyrgð er viðleitni til að stuðla að aukinni velferð samfélags, starfsmanna, viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila auk umhverfis í gegnum daglegan rekstur sinn.
Stjórnendur leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgur og virkur aðili í samfélaginu. Samfélagsleg ábyrgð OK felst í eftirfarandi sex atriðum:
Ábyrgir starfshættir
Starfsemi OK byggir á ábyrgum stjórnarháttum og heiðarleika. Stjórnendur leggja áherslu á að fylgja gildandi lögum, viðtekinni háttsemi og viðurkenndum gildum bæði hér á landi og alþjóðlega í störfum sínum. Í því felst m.a. að við:
Góðgerðarmál
OK leitast við að styrkja aðila sem vinna að ýmsum góðum málefnum í þágu samfélagsins. Við ætlum að tryggja að þeir sem starfa að mikilvægum góðgerðar- og líknarmálum njóti góðs af þekkingu okkar. Árlega útdeilir félagið sérstökum styrk til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort í pósti. Við styrkjum hjálparsamtök með matargjöfum. Opin Kerfi hefur heitið á starfsmenn sína í WOW Cyclathon, Mottumars o.s.frv.
Umhverfismál
Við vinnum í takt við umhverfið og lágmörkum þau neikvæðu áhrif sem starfsemin kann að hafa. Aðgerðir til að lágmarka matarsóun eru meðal annars merking á matvælum sem nálgast síðasta neysludag ásamt því að afgangar svo sem brauð er gefin þeim sem eiga dýr (t.d. hestar, kanínur osfrv.)
Við flokkum pappír, bjóðum upp á rafræn viðskipti og tryggjum örugga förgun og / eða endurnýtingu á þeim búnaði sem fellur til hjá okkur. Þar sem starfsemi okkar krefst töluverðs rafmagns þá reynum við að nýta græna orku fyrir tölvukerfin okkar og draga úr rafmagnsnotkun þar sem við getum, m.a. með því að slökkva á tölvuskjám og loftljósum þegar enginn er í vinnunni.
Heilsu-, öryggis- og starfsmannamál
OK leggur áherslu á vellíðan starfsmanna sinna og styður þá í að ná heilbrigðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Við hvetjum starfsmenn okkar til að taka fæðingar- og feðraorlof til að sinna stækkandi fjölskyldu. Við stuðlum að heilbrigðu líferni og hreyfingu starfsmanna með ýmsu móti til að draga úr streituvaldandi áhrifum starfsins.
OK vinnur eftir ábyrgri stefnu í öryggis- og starfsmannamálum sem á að tryggja vellíðan, öryggi og jafnrétti starfsfólks. Metnaður okkar er að starfsmönnum líði vel í vinnunni.
OK metur að verðleikum fjölbreyttan bakgrunn starfsmanna sinna. Starfsmenn hafa aflað sér menntunar og starfsreynslu á mörgum mismunandi sviðum og við hvetjum starfsmenn okkar til að þróast í starfi, ekki bara með starfsreynslu heldur einnig með því að sækja endurmenntun hér á landi sem erlendis.
OK telur afar mikilvægt að virða og stuðla að auknu jafnrétti og fjölbreytileika. Við lítum á það sem grunnskyldu okkar að mismuna ekki starfsmönnum, viðskiptamönnum eða öðrum sem við eigum samskipti við á grundvelli kynferðis, kynhneigðar, hjúskaparstöðu, barneigna, aldurs, fötlunar, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis eða stöðu að öðru leyti.
Efnahagsleg ábyrgð
OK leggur áherslu á arðbæran rekstur og stuðlar að því að þekking og jákvæð áhrif af starfsemi fyrirtækisins skili sér til samfélagsins. Lögð er áhersla á heiðarleg vinnubrögð til að ná fram hagnaðarkröfum.
Lagaleg ábyrgð
Við störfum eftir lögum og reglum íslensks samfélags og stöndum vörð um hagsmuni almennings, jafnt vinnandi fólks og neytenda, sem og náttúrunnar og umhverfisins. Við uppfyllum allar kröfur sem birgjar setja okkur
Stefna þessi er endurskoðuð a.m.k á 3ja ára fresti af framkvæmdastjórn félagsins.
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629