Verkstæði og vöruafgreiðsla okkar er staðsett á Höfðabakka 9c í Reykjavík. Þar má nálgast afhendingu á vörum og koma með búnað í viðgerð.
Opið er virka daga
Höfðabakka 9c, 110 Reykjavík
<span data-metadata=""><span data-buffer="">Verkstæði OK sinnir ábyrgðarþjónustu á öllum búnaði sem OK selur. Starfsmenn verkstæðis hljóta þjálfun og vottanir frá helstu birgjum fyrirtækisins og hafa meðal annars prófgráður frá Microsoft, HP og Fujitsu á ferlisspjöldum sínum. OK er eini vottaði þjónustuaðili HP á Íslandi.
Þar er notað öflugt þjónustukerfi sem tengir saman viðskiptamannaskrá, raðnúmer tækja og verksögu einstakra beiðna. Þetta leiðir af sér einfaldari ferla og betra aðgengi að þjónustuupplýsingum, bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini.
Starfsmenn verkstæðis hafa tamið sér öguð vinnubrögð og styðjast við viðurkennda þjónustuferla.
<span data-metadata=""><span data-buffer="">Á lagernum er hægt að nálgast vörur sem hafa verið verslaðar hjá okkur. Lagerinn er staðsettur upp á Höfðabakka 9c.
Birgðaaðilar okkar eru að meðal annars HP, Cisco, Jabra, Aruba, Kingston, o.fl.
Ef þú vilt hafa samband og fá ráðgjöf varðandi vörur er hægt að hringja í síma 570 1000 eða senda á sala@ok.is
Vörurnar okkar má nálgast í vefverslun okkar
<span data-metadata=""><span data-buffer="">OK tekur enga ábyrgð á gögnum eða hugbúnaði sem vistaður er í tæki sem kemur til viðgerðar á verkstæði OK.
Opin Kerfi áskilur sér rétt á að endursetja tækið án sérstakrar tilkynningar til eigenda svo OK standi við skuldbindingar um viðgerð og afhendingu.
Óski viðskiptavinur eftir að OK taki afrit af gögnum skal það gert í upphafi þegar tekið er á móti tækinu til viðgerðar og þau varðveitt á meðan tækið er í viðgerð. Slík þjónusta kostar að lágmarki 1 klukkutíma í vinnu en getur þó orðið meira eftir umfangi gagnanna.
Hefur þú fyrirspurnir hvað varðar tæki í viðgerð eða vöruafgreiðslu á búnaði. Sendu á okkur línu og við höfum samband sem allra fyrst.
Í TRAUSTU SAMSTARFI MEÐ HEIMSÞEKKTUM AÐILUM Í MÖRG ÁR