Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun OK

Markmið með jafnréttisáætlun OK er að tryggja að félagið hafi mannauðs-og jafnréttisstefnu og unnið sé með hana að leiðarljósi.Þá er áætluninni einnig ætla að tryggja að unnið sé í takt við lagakröfur um jafna stöðu og jafnan rétt fólks óháð kyni.

1 Laun og kjör

Hjá Opnum Kerfum taka starfskjör mið af hlutverki, ábyrgð og frammistöðu í starfi.

1.1 Jafnlaunamarkmið

Að konur og karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.1.1.1Framkvæmd•Mörkuð sé sérstök jafnlaunastefnahjá félaginu sem byggir á öðrum stefnum félagsins um jafnrétti.

  • Unnð skal að launajafnrétti með virkjun jafnlaunakerfis sem uppfyllir viðmið jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
  • Greina skal laun og önnur fríðindi starfsmanna með tilliti til hvort um kynbundinlaunamun sé að ræða.
  • Komi fram í greiningum óútskýranlegur kynbundinn launamunur skal setja í gang áætlun til leiðréttingu á þeim mun.

2 Jafnlaunavottun

OK skal hljóta jafnlaunavottun í samræmi við ákvæði laga.

2.1 Markmið jafnlaunavottunnar

Að fyrirtækið hljóti jafnlaunavottun út frá ÍST 85:2012 eigi síður en í árslok 2022 eða fyrr í samræmi við aukningu í fjölda starfsmanna.

2.1.1 Framkvæmd

  • Gera skal samning við þriðja aðila um aðstoð við undirbúning og framkvæmd fyrir jafnlaunavottun. Val á þriðja aðila skal byggjast á reynslu viðkomandi í sambærilegum undirbúningi.
  • Útbúin verkáætlun fyrir undirbúning og framkvæmd jafnlaunavottunar.
  • Vinna við undirbúning jafnlaunavottunar.
  • Félagið farið í gegn um úttekt og ljúki jafnlaunavottun.
  • Niðurstöður jafnlaunaúttekta skulu kynntar starfsmönnum.