Að allt starfsfólk Opinna Kerfa (OK) njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar. Jafnlaunastefnan gildir fyrir allt starfsfólk OK og dótturfélaga þess. Stefnan var samþykkt af stjórn fyrirtækisins 03.10.2024 og skal endurskoðuð á þriggja ára fresti.
Forstjóri félagsins ber ábyrgð á að jafnlaunastefnu OK og að þeim lagalegu kröfum og öðrum kröfum sem tengjast jafnlaunakerfinu sé framfylgt.
Mannauðsstjóri er tilnefndur fulltrúi yfirstjórnar og er ábyrgur fyrir innleiðingu, viðhaldi, eftirliti, viðbrögðum og stöðugum umbótum jafnlaunakerfisins. Mannauðsstjóri ber ábyrgð á að framfylgja jafnlaunastefnu félagsins.
Stjórnendur bera ábyrgð á að starfað sé samkvæmt stefnunni og að framfylgja verklagsreglum sem að henni lúta.
Markmið OK er að vera vinnustaður þar sem allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri í starfi og að allt starfsfólk hjá félaginu njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störfog gætt sé jafnréttis í ákvörðunum er snúa að launum. OK beitir sér fyrir því að jafna óútskýrðan launamun milli starfsfólks ásamt því að innleiða, skjalfesta og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012.
Jafnlaunastefna þessi er unnin í samræmi við lög nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og er órjúfanlegur hluti af starfsmannastefnu og launastefnu OK og er henni ætlað að tryggja að jafnréttis sé gætt við allar launaákvarðanir.
Til að framfylgja jafnlaunastefnunni skuldbindur OK sig til að:
Stefna þessi var samþykkt af framkvæmdastjórn 3. Október 2024.