Opin Kerfi hf. (hér eftir nefnt OK) hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Starfsmenn okkar eru skuldbundnir til að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og fá reglulega þjálfun í gagnavernd og gagnaöryggi auk þess sem kerfin okkar eru stillt á þannig að gögnin eru örugg. Hér á eftir útskýrum við hvernig við verndum gögnin þín og hvaða þýðingu það hefur fyrir þig.
OK notar Google Analytics til vefmælinga á vefjum sínum. Við hverja komu inn á vefinn okkar eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.
OK deila ekki persónugreinanlegum gögnum um þig til þriðja aðila. Við skuldbindum okkur til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munum ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án þín samþykkis eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Með notkun okkar á Google Analytics sendum við hins vegar frá okkur ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þetta notum við svo til að betrumbæta vefinn okkar. Lesa má nánar um Google Analytics hér.
Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun OK á persónuupplýsingum þínum.
Þú getur hvenær sem er farið fram á að OK. breyti, hætti að nota eða eyði persónugreinanlegum gögnum um þig.
Ef þú ert skráður notandi, bjóðum við þér að skoða persónugreinanlegu gögnin þín sjálfur og eyða þeim eða breyta að vild, en þú getur einnig haft samband við okkur. Við viljum þó taka það fram að við eyðum ekki gögnum án þess að fá það staðfest að þú ert þú.
Vefsíðurnar okkar geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. Þótt við gerum okkar ítrasta til að athuga þessa beinu hlekki, berum við ekki ábyrgð á efni vefsíðanna sem við hlekkjum á. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem hlekkja á okkar vefsíðu.
Vefir okkar eru með SSL skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning í gegnum þá öruggari.
SSL skilríki veita vörn fyrir svokölluðum „millimannsárásum“, en með þeim geta óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum síðuna, eins og t.d. lykilorð eða greiðslu- og bankaupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar, og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað, á öruggan máta.
Eins og algengt er með flest öll vefsvæði þá notar þessi vefur vafrakökur. Þær eru litlar textaskrár sem hlaðið er niður á tölvuna þína, til að auðvelda þér notkun á vefsvæðum. Hér er sagt frá hvaða upplýsingum þessar vafrakökur safna, hvernig við notum þær og hvers vegna við þurfum stundum að geyma þessar smákökur. Þá munum við einnig upplýsa þig um hvernig sleppa má því að geyma þessar vafrakökur, þó svo það geti dregið úr eða rofið ákveðna virkni vefsvæða. Þú getur kynnt þér nánar eðli og virkni í smákökum á Wikipedia, í grein um „HTTP Cookies“.
Við notum kökur af ýmsum ástæðum, sem nánar er lýst hér neðar. Því miður er í flestum tilfellum ekki að finna neina skýra einfalda staðla sem sýna hvernig gera skal vafrakökur og eiginleika þeirra óvirkar án þess að sú aðgerð slökkvi algerlega á virkni og eiginleikum sem vafrakökur bera með sér. Mælt er með að þú haldir öllum vafrakökum virkum þó þú sért ekki viss um hvort þú þarft á þeim að halda við skoðun þinni á vefsvæðinu.
Þú getur aftengt vafrakökur með sérstakri stillingu í vafranum þínum (sjá Aðstoð í vafranum þínum um þá stillingu). Gættu að því að sú stilling á vafrakökum mun hafa áhrif á virkni þessa vefsvæðis sem og margra annarra vefsvæða sem þú skoðar. Þegar þú slekkur á vafrakökum leiðir það venjulega til þess að þú missir af ákveðinni virkni eða eiginleikum. Þess vegna er mælt með því að þú alla jafna aftengir ekki vafrakökur.
Kökur þriðja aðila (e. third-party cookies) eru vefkökur sem verða til á svæðum sem tilheyra öðrum en því svæði sem þú ert að heimsækja, en við treystum algjörlega. Hér er upplýst hvaða kökur þriðja aðila gætu orðið á leið þinni um þetta vefsvæði. Hér er notað Google Analytics sem er ein mest notaða og öruggasta greiningarlausn á internetinu. Með Google Analytics getum við gert okkur betur grein fyrir hvernig þú notar vefsvæði okkar og vilt nota það. Þannig getum við þróað betur lausnir sem bæta og létta vefskoðun þína. Með vafrakökum þriðja aðila er hægt að sjá hve mikinn tíma þú notar á hverjum hluta vefsvæðisins, það sýnir okkur hvar við þurfum mögulega að bæta og auka við efnisinnihald. Nánari upplýsingar um Google Analytics vafrakökur er að finna á vefsvæði Google Analytics.
Við notum eftirfarandi vafrakökur á vefsvæði okkar, í eftirfarandi tilgangi:
Vonandi hafa þessar upplýsingar hjálpað þér að skilja tilganginn með vafrakökum. Eins og áður var nefnt, stundum eru aðstæður við skoðun á vefnum með þeim hætti að þú ert ekki viss um hvort þú þarft á viðkomandi upplýsingum að halda eða ekki – þá er betra að aftengja ekki vafrakökur því þær gætu tengst efni sem þú átt eftir að skoða. Með aftengdar vafrakökur gæti skoðun á vefsvæðinu orðið fátæklegri eða erfiðari en ella.
Opin Kerfi hf. áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum um gagnavernd hvenær sem er í samræmi við ákvæði gagnaverndarlaga. Við breytingu þá þarft þú að samþykkja skilmálana aftur.
Ef þú vilt nánari upplýsingar um vafrakökur er best að hafa samband við okkur.
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629