Search
Close this search box.

Íslenskir aðalverktakar

Í tilefni 75 ára afmæli Íslenskra aðalverktaka fékk Lausnasvið OK þann heiður að gera nýja vefsíðu fyrir ÍAV. Verkefið okkar var að innleiða nýja hönnun í samvinnu við Brú Strategy markaðsstofu sem sá um hönnunar vinnu. OK sá um að skrifa vefsíðuna og flytja gögn frá eldri vefsíðu.

FYRIR

ÍAV

VEFUR

lAUSN

vEFSÍÐA

þJÓNUSTA

FORRITUN, CCS

Glæsileg vefsíða ÍAV

Í tilefni 75 ára afmæli Íslenskra aðalverktaka fékk Lausnasvið OK þann heiður að gera nýja vefsíðu fyrir ÍAV. Verkefið okkar var að innleiða nýja hönnun í samvinnu við Brú Strategy markaðsstofu sem sá um hönnunar vinnu. OK sá um að skrifa vefsíðuna og flytja gögn frá eldri vefsíðu.

Markmið vefsíðunnar er að sýna frá verkefnum ÍAV sem hafa verið unnin í gegnum tíðina. Áhersla var lögð á að vefsíðan gæti sýnt frá öllum verkefnum í texta og myndum. ÍAV rekur einnig malarvinnslur og var mikilvægt að upplýsingar um námurnar þeirra væru aðgengilegar. Saga ÍAV spannar nú 75 ár og var mikilvægt að saga fyrirtækisins væri aðgengileg á nýrri vefsíðu. Útkoman er stílhrein og falleg vefsíða sem við erum stolt af.

Verkum gert hátt undir höfði

Mikil áhersla var lögð á að ÍAV gæti sýnt frá sínum fyrri verkum og á vefsíðunni væri þeirra portifolio aðgengilegt. Verkefnin efu flokkuð eftir ártölum þegar þeim var lokið og eru sett upp í fellilista til að lágmarka skroll á síðunni. Hægt er að smella á hvert verkefni til að sjá ítarlegri upplýsingar ásamt að sækja PDF einblöðung fyrir verkefnið.

Tenging við Mapbox

Mapbox er viðbót við wordpress síðu og hefur þann tilgang að greina frá staðsetningu. Á vefsíðunni er gluggi undir hverju verkefni sem sýnir nákvæma staðsetningu verkefnis eða námu. Sérsniðin leitarvél er á vefsíðunni skilar greinagóðum niðurstöðum sem eru flokkaðar eftir tegund efnis td. frétt eða verkefni. 

Sérsniðin tafla

Forrituð var sérsniðin tafla sem sem heldur utan um öll gögn fyrir verkefni ÍAV. Taflan á að þjóna þeim tilgangi að sýna hverjir komu að verkefninu, sem dæmi hver er arkitekt verkefnisins, vann verkefnið verðlaun, svo eitthvað sé nefnt. Næsti fasi sem unnið verður að með vefsíðu ÍAV er að nýta merkingarnar í töflunni sem síu.

Tæknistakkur

Notast var við next.js við endurskrift á síðunni ásamt WordPress sem headless CMS. OK skrifar vefsíðuna frá grunni þar sem við notumst við next.js.