Norðurflug

FYRIR

Norðurflug

lAUSN

vEFSÍÐA OG BÓKUNARKERFI

þJÓNUSTA

hÖNNUN, FORRITUN, CCS, UX FLOW, EFNISINNSETNING

Stílhrein vefsíða

Við fengum það skemmtilega tækifæri að hanna og byggja nýja vefsíðu fyrir Norðurflug. Markmiðið með nýrri síðu var að létta á síðunni og endurskipuleggja vefsíðuna í heild sinni svo hún gæti þjónað hagsmunaaðilum betur. 

Eftir góða greiningavinnu var komin skýr rammi um þá þætti sem vefsíðan þurfti að innihalda og þá var lagt af stað í hönnunarvinnu, en lykilatriði var að hönnun væri stílhrein og í senn falleg ásamt því að notendaupplifun væri góð.

 

Góð notendaupplifun

Mikið var lagt upp úr hönnun og að notandi gæti fengið góðar upplýsingar um þær ferðir sem hægt er að fara í.  

Þegar lesið er um ferðirnar eru skemmtilegir fróðleiksmolar um hvert stopp fyrir sig.

Glæsileg síða

Helicopter.is er fallegum landslagsmyndum prýdd svo notaðir voru hlutlausir litir í bakgrunn ti að leyfa myndunum að njóta sín. 

Ýmist var notaður hvítur eða svartur í bakgrunn ásamt því að nota gula litinn þeirra í hnappa, icon og þau atriði sem áttu á vekja athygli. 

Einfalt bókunarkerfi

Vefsíðan sýnir frá flottu úrvali af þyrluferðum sem hægt er að bóka á síðunni.

Búin var til tengin við Bókun svo notendur geta bókað ferðir beint af vefsíðunni. Útlitið á öllum þáttum sem koma að þessu ferli var endurhannað til að bæta notendaupplifun.

Tæknistakkur

Notast var við next.js við endurskrift á síðunni ásamt WordPress sem headless CMS.