Að mála nýja sýn á netinu
Slippfélagið, stofnað 1902, er eitt elsta og virtasta fyrirtæki Íslands, þekkt fyrir framsæknar áherslur á umhverfisvernd og hágæða málningarvörur. Til að bæta þjónustu við viðskiptavini og draga betur fram umhverfisvænar vörur sínar, ákvað Slippfélagið að nútímavæða vefsíðu sína. Við hjá OK unnum náið með þeim að þróun nýrrar, sérsniðinnar vefsíðu sem gerir efnisstjórnun einfaldari, bætir notendaupplifunina og eykur afköst. Með ferskri hönnun og nýjustu tækni hjálpuðum við Slippfélaginu að styrkja stöðu sína sem leiðandi aðili í stafrænum heimi og tryggja áframhaldandi árangur.
Notendamiðuð hönnun á vefsíðu
Við hjá OK hönnuðum nýja vefsíðu fyrir Slippfélagið með það að markmiði að einfalda notkunina og bæta upplifunina bæði fyrir fyrirtækið sjálft og viðskiptavini þess.


Sérsniðið CMS til skilvirkrar efnisstjórnunar
Sérlausnir sniðnar að þörfum þeirra


Hámörkun hraða og afkasta
Með notkun Next.js og nýjustu tækni frá React tryggðum við að vefsíðan væri afar hröð og skilaði notendum óslitinni, hnökralausri upplifun.
Þessi verkefni hafa verið bæði krefjandi og afar lærdómsrík, og við erum stolt af árangrinum. Við hlökkum til að takast á ný verkefni sem gefa okkur tækifæri til að nýta tæknilega og skapandi hæfileika okkar enn frekar.
Leave a comment