Search
Close this search box.

Sómi hefur bæst í hóp viðskiptavina í Stafrænu faðmlagi hjá OK

Björgvin hjá OK og Halldór hjá Sóma

Stafrænt faðmlag er heildstæð nálgun á þjónustu og rekstri upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins. Í Stafrænu faðmlagi sér OK um daglega þjónustu við starfsmenn Sóma í tengslum við upplýsingatækni mál ásamt því að sjá um hýsingu, rekstur og framþróun kerfa Sóma. Sómi sérhæfir sig í matvælaframleiðslu og rekur þrjár starfssstöðvar, tvær í Garðabæ og eina í Þykkvabæ undir vörumerkjunum Sóma, Þykkvabæjar og Júmbó.

„Sú ferska nálgun á tækniþjónustu sem felst í Stafrænu faðmlagi OK er eitthvað sem okkur hugnaðist mjög vel og við hlökkum til að vinna með þeim á okkar stafrænu vegferð.“ segir Halldór Árnason, þróunarstjóri tæknimála, hjá Sóma. 

Stafrænt faðmlag er þjónustuleið þar sem OK tekur á sig aukna ábyrgð á upplýsingatæknirekstri en fær á móti vald til að skilgreina hvaða lausnir og aðferðir eru notaðar til að skapa öruggt og skilvirkt stafrænt umhverfi. Stafrænt faðmlag innifelur rekstur kerfa og fræðslu fyrir notendur ásamt innleiðingu á fyrirsjáanlegum umbótaverkefnum á samningstíma. Ráðgjöf um öryggismál og símenntun notenda er hluti að Stafrænu faðmlagi.

deildu fréttinni

Explore more about OK