OK valið rísandi stjarna hjá HP

Í janúar síðastliðnum var OK valið rísandi stjarna HP en um er að ræða ný verðlaun frá Hewlett Packard Enterprise.

HP kynnti til sögunnar ný verðlaun, „rísandi stjarna“, til að veita samstarfsaðilum þeirra viðurkenningu sem hefur tekist að þróa og stækka við sölu á vörum og lausnum frá HP. 

OK er lykilaðili á Íslandi í sölu á búnaði og lausnum frá HP og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Viðurkenningin er OK mikil hvatning til að halda áfram að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu við sölu og ráðgjöf á vörum HP. Gunnar Zoëga og Reynir Stefánsson veittu verðlaununum mótttöku við veglega athöfn í Kaupmannahöfn nú á dögunum.

deildu fréttinni

Explore more about OK