Search
Close this search box.

OK fagnaði opnun á Selfossi

OK hefur opnað nýja skrifstofu á Selfossi fyrir starfsemi félagsins á Suðurlandi. Af því tilefni var fjölmörgum viðskiptavinum fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana á svæðinu boðið í heimsókn í síðustu viku þar sem boðið var upp á léttar veitingar af tilefni þessara tímamóta.

Halldór Áskell Stefánsson, Sigurður Sigurðarson og Brad Egan

Viðskiptavinir gátu einnig skoðað spennandi tæknilausnir og rætt við sérfræðinga frá fyrirtækinu.

Júlíus M. Pálsson, Eyþór Friðbertsson og Daði Már Sigurðsson

,,Markmið OK með starfsemi félagsins á Selfossi er að þjónusta nærumhverfið á Suðurlandi með reyndum sérfræðingum í upplýsingatækni og lausnum frá mörgum af stærstu tæknifyrirtækjum heims,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK.

Bjarni Guðmundsson, Júlíus M. Pálsson og Karl Óskar Kristbjarnarson

Hjá OK vinna um 180 sérfræðingar í upplýsingatækni á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu, þar sem um 20 sérfræðingar sem sinna verkefnum sínum á Suðurlandi.

deildu fréttinni

Explore more about OK