Search
Close this search box.

First Water skrifa undir samning um Stafrænt faðmlag

Helgi Þór hjá First Water og Guðni Kári hjá OK

First Water koma ný inn í Stafrænt faðmlagi hjá OK. First Water er fyrirtæki í hröðum vexti á sviði fiskeldis á landi og leiðir þróun og nýsköpun í geiranum. Í umsvifamiklum rekstri er þörf á því að koma upplýsingatækni fyrirtækisins í góðan farveg og stígur OK inn og vinnur sem upplýsingatæknideild First Water. Hlutverk OK er að tryggja öryggi og áreiðanleika upplýsingatæknikerfa ásamt því að koma að ráðgjöf og mótun framtíðarsýnar í samstarfi við First Water. Við hjá OK erum mjög stolt af því að geta aðstoðað First Water í þeirri miklu þróun og uppbyggingu sem þau vinna í með því að sjá starfsmönnum fyrir traustum tæknirekstri sem þeir geta reitt sig á. 

First Water völdu samvinnu við OK í upplýsingatæknirekstri þar sem þjónustustig, tæknileg þekking og framtíðarsýn OK samræmdist stefnu First Water í tæknimálum. Aðkoma OK er kærkominn liðsauki sem mun styðja vel við okkar starfsfólk í þeirri vegferð uppbyggingar og þróunar sem First Water er í  segir Helgi Þór Logason, fjármálastjóri First Water. 

Stafrænt faðmlag er þjónustuleið þar sem OK tekur á sig aukna ábyrgð á upplýsingatæknirekstri en fær á móti vald til að skilgreina hvaða lausnir og aðferðir eru notaðar til að skapa öruggt og skilvirkt stafrænt umhverfi. Stafrænt faðmlag innifelur rekstur kerfa og fræðslu fyrir notendur ásamt innleiðingu á fyrirsjáanlegum umbótaverkefnum á samningstíma. Ráðgjöf um öryggismál og símenntun notenda er hluti að Stafrænu faðmlagi. 

deildu fréttinni

Explore more about OK