Search
Close this search box.

Ný tækni eykur vellíðan á vinnustað

80% starfsfólks telur að ný tækni auki vellíðan þess á vinnustað, að því er fram kemur í nýrri könnun tölvuframleiðandans HP. Starfsfólk getur í auknum mæli unnið óháð staðsetningu, hvort sem það er á skrifstofu, heima eða á kaffihúsi, leika tækninýjungar lykilhlutverk. Þessar breytingar fóru að raungerast í kringum COVID-faraldurinn og hafa upp frá því haldið áfram. Fyrst um sinn fór fólk að mæta aftur á vinnustaði en undanfarin misseri hefur þróunin orðið sú að starfsfólk er farið að vinna heima aftur. Víða erlendis kemur starfsfólk sjaldan til vinnu á skrifstofuna heldur er staðsett annars staðar. Svokölluð blönduð vinna (e. Hybrid) er að verða alls ráðandi. Af þeim sökum þarf allur búnaður að létta starfsfólki lífið.

HP tölva og Poly heyrnartól á vinnustað.
HP tölva og Poly heyrnartól.

Í könnun HP sem gerð var á meðal viðskiptavina, kemur fram að langflestir eða 80%, telja nýja tækni skipta höfuðmáli þegar kemur að nýta blandaða vinnu. Þar er átt við búnað sem er ætlaður til vinnu en ekki til afþreyingar eins og heyrnartól sem styðja við rétt tíðnisvið fyrir vinnustað og gera fólki kleift að nota þau í 8-10 tíma á degi hverjum. Þá kemur fram að 71% telji skipulag á vinnusvæði einnig afar mikilvægt. Á annasömum degi er mikilvægt að hafa öll nauðsynleg tæki innan seilingar, svo sem vefmyndavélar, heyrnartól, góðan skjá og annan tölvubúnað, en HP hefur lagt mikla áherslu á að bjóða lausnir fyrir blandaða vinnu, eins og Poly hljóð- og myndlausnir og annan tæknibúnað sem hægt er að nota hvar sem er.

Langt frá skrifstofunni en með rétta búnaðinn.
Langt frá skrifstofunni en með rétta búnaðinn.

Til þess að mæta nýjum þörfum starfsfólks hvað varðar sveigjanleika og blandaða vinnu, á skrifstofunni og heima, þarf nýjar lausnir til þess að mæta miðlun gagna og tryggja hnökralaus samskipti óháð stað og stund. HP er eitt þeirra tæknifyrirtækja sem hefur svarað kallinu með kaupum á Poly, sem er leiðandi fyrirtæki í samskiptalausnum.

HP Poly lausnir eru nú komnar í vefverslun OK en þar geta viðskiptavinir skoðað fjölbreytt úrval hljóð- og myndlausna fyrir vinnustaði morgundagsins.

deildu fréttinni

Explore more about OK