Poly

Til þess að mæta þörfum starfsfólks varðandi sveigjanleika og blandaða vinnu þarf lausnir sem tryggja hnökralaus samskipti óháð stað og stund. HP er eitt þeirra tæknifyrirtækja sem hefur svarað kallinu með kaupum á Poly, sem er leiðandi fyrirtæki í samskiptalausnum.

Lausn fyrir blandaða vinnu

Lausnirnar frá Poly efla blandaða vinnu (e. Hyprid Work) sem veitir starfsfólki frelsi að vinna þar sem því hentar og þar sem það telur sig afkasta mest; hvort sem það er á skrifstofu, í fjarvinnnu eða á ferðinni. 

Einnig eru þeir með fjölbreytta vörulínu fyrir fundarherbergi, en talið er að einungis innan við 10% af fundarherbergjum búi yfir myndlausnum. HP og Poly spá því að fundarlausnahluti sameinaðs félags muni ná að þrefaldast á næsta ári.

Poly Voyager Free 60+

Frábærir heyrnartappar fyrir fjarvinnu þar sem þeir eru gríðarlega öflugir í myndsímtölum, með góða hljóðdempun (e. noice-canceling) og afar þægilegir í notkun. Þessir heyrnartappar eru með hraðvirkt þráðlaust hleðslubox sem er með snertiskjá þar sem hægt er að stýra allri upplifun.

Poly Voyager Focus 2

Alhliða vinnuheyrnartól fyrir blandaða vinnu eða fjarvinnu. Henta þeim sem þurfa að vera mikið í símanum eða á fjarfundum og vilja góða hljóðvörn. Létt, þægileg og þráðlaus heyrnartól með 19 klst. rafhlöðuendingu.

Poly Voyager Surround 80

Fullkominn græja fyrir þá sem þurfa góða einbeitingu en vilja líka hlusta á tónlist í góðum gæðum. Hentar vel fyrir símtöl og aðra vinnu í margmenni eða opnu rými, með sex hljóðnema fyrir skýran hljóðflutning og fjóra til viðbótar sem draga úr utanaðkomandi hljóði (ANC).