Search
Close this search box.

Optoma upplýsingaskjáir og skjálausnir

OK hefur um árabil selt skjávarpa og lausnir frá Optoma með góðum árangri. Optoma hafa jafnframt boðið fjölbreytt úrval af upplýsingaskjám og skjálausnum en má þar nefna t.d. gagnvirka skjái sem henta vel í skólastarf og stærri LED skjáveggi sem geta orðið allt að 163“ að stærð.

Upplýsingaskjáirnir koma í nokkrum stærðum allt frá 55“ og upp í 98“.  Skjáirnir eru mjög bjartir (450-500nits) og hannaðir til að vera í notkun 24/7. Það sem skiptir jafnframt miklu máli er að þeir eru glampafríir sem er mikill kostur þar sem dagsbirta eða sólarljós hefur þá mun minni áhrif. Margverðlaunað stjórnkerfi frá Optoma fylgir frítt með en þaðan er einfalt að stýra bæði skjám og skjávörpum miðlægt, t.d. uppfæra búnað, stýra því hvenær kveiknar/slokknar á tækjunum o.s.frv.

Gott ítarefni um upplýsingaskjáina má finna á heimasíðu Optoma.

Fyrsta sending af upplýsingaskjám kom á lager nýverið en er þar um að ræða staka skjái sem henta mjög vel t.d. inn í fundarherbergi eða annarsstaðar þar sem koma þarf einhverjum upplýsingum á framfæri. Um er að ræða virkilega vandaða og góða skjái sem við getum boðið á frábæru verði og með 3ja ára ábyrgð.  Nánari upplýsinga í síma 570-1000 eða á sala@ok.is

deildu fréttinni

Explore more about OK