OK og þjónusta við fjarfundalausnir

OK hafa um árabil lagt áherslu á sölu og þjónustu við Teams fjarfundalausnir frá Yealink sem er vottaður samstarfsaðili Microsoft þegar kemur að slíkum lausnum. Vöruframboðið sem Yealink býður uppá er mjög mjög fjölbreytilegt og því einfalt að raða saman heppilegri lausn í hvaða rými sem er, hvort sem um er að ræða lítið fundarherbergi eða í stóran kennslu- eða ráðstefnusal. Áhersla er ávallt lögð á einfaldleikann en lausnin tryggir jafnframt alltaf saman notendaviðmót, sama hvaða rými á í hlut.

 

Sérfræðingar OK hafa mikla reynslu af Yealink Teams fundarherbergislausnum og geta veitt góða ráðgjöf varðandi val á réttum búnaði. Mikilvægt er að skoða hvert rými og velja af kostgæfni rétta búnaðinn sem hentar best miðað við stærð og/eða lögun rýmisins, uppröðun borða, lagnaleiðir o.s.frv. Sérfræðingar OK aðstoða viðskiptavini við þetta val og geta séð um alla uppsetningu þar sem sérstök áhersla er lögð á vandaðan frágang og tryggilega sé gengið frá öllum búnaði sem og köplum.

Samhliða þessu geta sérfræðingar OK nú einnig séð um vöktun og rekstur á fundarherbergisbúnaði í gegnum vöktunarþjónustu sem opin er 24/7, alla daga ársins. Þannig rata möguleg villuboð frá búnaði inná tækniborð þar sem sérfræðingar bregðast við með því annaðhvort að taka yfir búnaðinn í fjarþjónustu eða senda tæknimann á vettvang. Ítarleg skjölun er framkvæmd fyrir hvert rými þar sem kerfisteikningum er viðhaldið. Innifalið í þjónustunni er þá greining vandamála og úrlausn eftir skilgreindu verklagi. Uppfærslur á búnaði eru jafnframt framkvæmdar reglulega. Þjónustuna er hægt að útfæra og aðlaga eftir þörfum viðskiptavinarins en val er um nokkra mismunandi þjónustuleiðir.

Fyrir frekari upplýsingar um fjarfundalausnir eða þjónustu við þær lausnir hafið samband í síma 570-1000 eða á sala@ok.is fyrir nánari upplýsingar.

 

Höfundur Kristinn Helgason, sölustjóri

deildu fréttinni

Explore more about OK