Search
Close this search box.

05.09.2024

Bestu Bluetooth heyrnartólin fyrir vinnuna

Bestu Bluetooth heyrnartólin í vinnuna


HP Poly og Jabra eru sérfræðingum pcmag.com ofarlega í huga yfir bestu Bluetooth heyrnartólin 2024. Þeir segja að Poly Voyager 5200 séu einstaklega létt og búi yfir endingargóðri rafhlöðu. Þá sé Jabra Evolve2 75 hentugt fyrir langa vinnudaga. Þar á eftir koma Poly Voyager Free 60+ og Jabra Evolve2 85 sem öflugar græjur fyrir vinnustaði.

Úrvalið aldrei meira en nú

Fjöldi heyrnartóla sem eru sérhæfð fyrir vinnustaði eða til heimilisnota hefur líklega aldrei verið meiri en nú. Þau koma í öllum gerðum og stærðum enda eru þarfir fólks gríðarlega fjölbreyttar, allt frá heyrnartólum í eyru, á eyru eða yfir eyru. Þá er hægt að fá bæði mono og stereo og heyrnartól með alls konar vottunum frá hinum og þessum tæknifyrirtækjum. Til þessa einfalda notendum lífið tóku sérfræðingar hjá tæknimiðlinum pcmag.com sig til og völdu bestu Bluetooth heyrnartólin 2024, flest sem henta fyrir fólk á ferð og flugi í vinnu.

Laufléttu heyrnartólin

HP Poly Voyager 5200 voru valin bestu léttu heyrnartólin. Þau henta sérlega vel fyrir þá sem eru mikið í símanum og stöðugt á ferðinni í vinnunni. Það fer einstaklega lítið fyrir þeim og auðvelt að geyma þau í vasanum þegar þeirra er ekki þörf. Hljóðneminn í tækinu einangrar samtöl vel og dregur úr hljóðum ef notandi er staddur úti á götu. Taltími tækisins er allt að 7 klst.

 

Ekki láta vinnufélagana trufla þig

Jabra Evolve2 75 eru sögð henta gríðarlega vel fyrir notendur í opnu vinnurými sem þurfa að geta einbeitt sér að vinnunni án truflunar. Sérfræðingar pcmag segja að heyrnartólin henti ekki aðeins vel fyrir samtöl ýmis konar heldur sé góður kostur fyrir tónlistarhlustun. Jabra Evolve2 85 eru sögð þau bestu þegar kemur að heyrnartólum sem henta bæði í leik og starfi. PCmag segir heyrnartólin búi yfir langtíma þægindum og kristaltæru hljóði.

 

Engin óþarfa aukahljóð

Þá eru HP Poly Voyager Free 60+ góður valkostur fyrir þá sem vilja geta skipt án vandkvæða á milli símtala í tölvu og farsíma. Þá eru þau mærð fyrir framúrskarandi hljóðgæði, draga úr óþarfa aukahljóðum í kringum notanda og séu með einstakt hleðslubox með snertiskjá. Þau séu einkum ætluð til notkunar í vinnu.

Deildu færslu