Search
Close this search box.

Prentlausnir

Prentaðu með öruggum hætti

Margir starfsmenn halda áfram að vinna heima. Tekur öryggisstefna ykkar í upplýsingatæknimálum mið af þeim tölvuþrjótum sem nýta sér til að mynda „slæmar venjur“ starfsmanna til að reyna að veikja öryggi fyrirtækisins?“.

Nýir fjölnotaprentarar frá HP

Þegar þú endurhugsar vinnusvæðin þín, hefurðu prentara þína í huga? Kynntu þér HP LaserJet Managed E800/E700 seríuna – algjörlega endur hannaðir til að mæta þörfum sveigjanlegs vinnustaðar.

Nýja HP LaserJet Managed MFP E800/E700 serían er hönnuð til að þróast með vinnustaðnum. Sparaðu tíma, gerðu meira. Með HP Flow tækni, breytirðu skjölum stafrænt á snertiskjá prentarans til að skanna og prenta.

Prentararnir eru tilbúnir til að takast á við nýjar þarfir á vinnustað. Hafðu samband og við kynnum fyrir þér hvernig þessar fullkomlega endurmynduðu MFP-tæki geta hjálpað til við að mæta vaxandi viðskiptakröfum þínum.

 

Skýrsla frá IDG; Print Devices: An Overlooked Network Security Risk

70% af öllum tölvuárásum sem hafa borið árangur, eiga sér stað hjá notendum á tölvum og prenturum. 90% af svona árásum byrja á mistökum notenda. Í skýrslu IDG kemur fram að prentarar geti virkað sem óvarðar flýtileiðir inn á netkerfi fyrirtækja og heimaskrifstofuna. Á sama tíma sýnir skýrslan hvernig hægt er að halda tölvuþrjótum úti með blöndu af innbyggðu vélbúnaðaröryggi og einfaldri öryggisstefnu.

Öruggur Bios

Ef breytt útgáfa af BIOS greinist við ræsingu endurræsir HP Sure Start prentarann með öruggu „golden copy“ af BIOS.

Whitelisting

Við minnsta grun um að átt hafi verið við búnaðinn mun prentarinn endurræsa sig til að fara í öruggt ástand.

Minnið

Rauntíma innbrota vöktun er virk þegar kveikt er á prentaranum og hann tengdur við netið. Óvenjuleg virkni leiðir til endurræsingar, hreinsunar á minni prentarans og þar með á ógninni.

Vöktud Netumferð

HP Connection Inspector athugar þær leiðir sem þekktar eru og tölvuþrjótar nota venjulega. Grunsamlegar gagnabeiðnir kalla fram endurræsingu og prentarinn ræsist í öruggri stillingu.

HP Security Manager

Ein umfangsmesta prentöryggislausn HP er HP Security Manager, sem veitir sannfærandi yfirsýn yfir öryggi prentflotans þíns.

HP WOLF ENTERPRISE SECURITY: ALLTAF Á VAKTINNI

HP Enterprise prentarar eru einu prentararnir með samþætta öryggiseiginleika sem laga sig eftir árás með sjálfvirkri endurræsingu.

Forrester skýrsla

Tryggir öryggi á búnaði fyrir utan elddveggi stofnunarinnar og heldur áfram að veita þeim sem bera ábyrgð á öryggi upplýsingar. Til að tryggja starfsmenn og gögn í framtíðinni þarf „Zero Trust“. Sæktu Forrester skýrsluna og lestu allt um hvaða stefnur geta tryggt starfsfólk og gögn án þess að skerða afköst.

Straumlínulagaðu öryggi með einni öryggisstefnu

HP Security Manager er umfangsmesta prentöryggislausnin okkar. Það vinnur þetta verk jafn óðum, sjálfvirkt og í samræmi við öryggisstefnur í öllum prentaraflotanum. Þá losnar þú við að halda utan um það. Á sama tíma færðu reglulega skýrslur sem gefa rétta mynd af öryggi prentflotans. Sæktu bæklinginn sem gæti vakið áhuga og hafðu endilega samband.

Prentaðu með umhversisvitund að leiðarljósi​

HP hefur það markmið að skapa jákvæða og varanlega breytingu. Þess vegna tökum við samábyrgð á umhverfisáhrifum þínum með kerfum og lausnum - smáum sem stórum - sem skipta máli til lengri tíma litið og hjálpa þér að standa við umhverfismarkmið þín á vinnustaðnum. Framtíðarsýn okkar er að búa til tækni sem gerir lífið betra fyrir alla um allan heim. Við höfum haldið þér uppfærðum síðan 2002.