Sænska Humly bókunarlausnin er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti.
Humly býður lausnir fyrir fundaherbergi, einstök borð á vinnustöðum, símabása og næðisrými. Einnig bókun á sjálfrennireiðum og bílastæðum á vinnustað. Í raun er hægt að nýta Humly lausnina fyrir langflesta bókunarmöguleika.
Humly hefur valið OK sem samstarfsaðila á Íslandi fyrir Humly bókunarlausnir. Humly er alþjóðlegt fyrirtæki sem veitir lausnir og þjónustu um allan heim í gegnum staðbundna samstarfsaðila. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum víðs vegar um Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku.
Af hverju eru fundaherbergin aldrei laus?
Allt að 70% skrifstofufólks eyðir 15 mínútum af vinnudeginum í að finna fundarherbergi, að því er fram kemur í greiningu frá Humly, sem þróar bókunar- og móttökulausnir fyrir vinnustaði. Á sama tíma eru 20% allra fundarherbergja ekki í notkun.
Humly leggur áherslu á að skapa tæknilausnir sem leysa vandamál fólks, svo það þurfi ekki að eyða tíma í að finna herbergi í baráttu við aðra starfsmenn.
Fyrir sveigjanlega vinnustaði
Starfsfólk hefur í dag ýmsar leiðir til þess að sinna daglegum verkefnum. Sumir vinna heima, aðrir eru í blandaðri vinnu og enn aðrir eru á skrifstofunni.
Þessi blandaða vinna hefur skapað forsendur fyrir opið sætaskipulag eða verkefnamiðaða vinnuaðstöðu (e. Free seating) í fyrirtækjum. Í slíku skipulagi skiptir máli að geta bókað borð, næðisrými eða fundarherbergi með einföldum hætti, með lausn sem er samþættanleg þeim sem fyrir eru á vinnustaðnum.
Humly er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti
Fáguð og verðlaunuð hönnun
Humly er einstaklega einföld og skalanleg lausn enda hefur hún náð miklum vinsældum hjá fyrirtækjum í Skandinavíu og víðar, þar sem blönduð vinna (e. Hybrid working) er í miklum vexti.
Humly lausnir er nú að finna í rúmlega 100 þúsund fundaherbergjum fyrirtækjum víðs vegar um heim; þar á meðal í nokkrum Fortune 500 fyrirtækjum.
Humly lausnir eru annálaðar fyrir glæsileika en fyrirtækið hlaut á dögunum Red Dot verðlaun fyrir hönnun sína.
OK er vottaður samstarfsaðili Humly
OK er stoltur samstarfsaðili Humly á Íslandi. Með þessu öfluga samstarfi getum við boðið viðskiptavinum okkar bestu lausnirnar og þjónustu sem völ er á.
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
Skútuvogi 2
Sími 570 1000
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:30-17:00
Höfðabakka 9C
Skrifstofa / söludeild
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:00
Þjónustuver
Mánudaga – föstudaga – 8:00-17:00
selfoss@ok.is
Sími 570 1100
Mánudaga – föstudaga – 8:00-16:30
bok@ok.is
Sími: 570 1014
Mánudaga – föstudaga
kl. 8:00-17:00
24/7 vöktun og bakvakt
hjalp@ok.is
Sími 570 1000
ok@ok.is
Kennitala : 420103-2040
VSK nr, 77629