05.12.2025

Vilhjálmur ráðinn viðskiptastjóri hjá OK

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri hjá OK. Hann hefur yfir 20 ára reynslu í sölu og viðskiptastýringu í notendabúnaði og miðlægum lausnum. Hann starfaði lengst af hjá Nýherja og Origo, þar af meðal sem verslunarstjóri.

Megin hlutverk Vilhjálms hjá OK verður að viðhalda og styrkja tengsl við núverandi viðskiptavini, efla enn frekar þjónustu og upplifun þeirra og greina ný tækifæri.

„Það er mikill fengur fyrir OK hafa fengið Vilhjálm til liðs við okkur. Hann hefur mikla reynslu, góða þjónustulund og djúpa þekkingu á þeim tæknilausnum sem við bjóðum okkar viðskiptavinum. Hann hefur ekki einungis góðan bakgrunn í sölu og þjónustu á notendabúnaði heldur hefur líka víðtæka þekkingu á miðlægum búnaði og skyldum lausnum,“ segir Gísli Þorsteinsson forstöðumaður notendalausna hjá OK.

Deila frétt