Frá og með 1. janúar 2026 mun gjald fyrir sendingar OK innan höfuðborgarsvæðisins nema 1.200 kr. án VSK. Það var áður 800 kr. án VSK.
Sendingar á höfuðborgarsvæðinu
- Þyngd (0-30 kg): Verð er 1.200 kr. án VSK fyrir hverja sendingu.
- Stærri búnaður (30 kg og þyngri): Verð samkvæmt gjaldskrá sendibílastöðva.
- Afhending: Pantanir sem berast fyrir hádegi eru afgreiddar samdægurs, annars næsta virka dag.
Sendingar utan höfuðborgarsvæðisins
Við sendum með Flytjanda (Eimskip), Landflutningum (Samskip), Póstinum, Póstbox (Janúar 2026) og Dropp. Verðskrá fer eftir sendingaraðila.




