OK er Fyrirtæki ársins 2022!

Opin Kerfi hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2022 í flokki stórra fyrirtækja. Þetta er annað árið í röð sem OK hlýtur þessa viðurkenningu frá VR sem hefur í rúm 20 ár staðið fyrir valinu á Fyrirtæki ársins. „Það er okkur mikil ánægja að hljóta þessi verðlaun annað árið í röð og erum við ótrúlega stolt af þessum árangri. Mér er efst í huga þakklæti til starfsfólksins sem gerir fyrirtækið að þeim góða vinnustað sem hann er og leggur sitt af mörkum við að skapa starfsanda og vinnuumhverfi eins og gerist best,“ segir Reynir Stefánsson, forstjóri OK.

OK er öflugt tölvufyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 1985 og sérhæfir sig í þjónustu og rekstri tölvukerfa. Hjá OK starfa um 130 manns sem kappkosta við að veita viðskiptavinum fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu. „Það er greinilegt að starfsfólk OK er stolt og ánægt í starfi og er það markmið fyrirtækisins að vera eftirsóknarverður vinnustaður og halda áfram að skara fram úr á þessu sviði,“ segir María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK.s

deildu fréttinni

Explore more about OK