Straumurinn var settur í loftið árið 2020 af Stafrænu Íslandi fyrir hönd Fjármálaráðuneytisins og er Íslenska útgáfan og uppsetning á tækninni X-Road. Þörfin fyrir öruggt aðgengi að gögnum og flutning gagna milli fyrirtækja og stofnana er sífellt að aukast.

Utanumhald er fljótt að flækjast og hingað til hafa aðferðir til þess að tryggja öryggi og aðgengi gagna verið flóknar og krefjast oft margra aðila með sérþekkingu á mismunandi sviðum. X-Road er samskiptakerfi sem leysir umræddan vanda að ofan með því að bjóða upp á öruggan gagnaflutning milli stofnana.

 

Vefsíðan island.is er dæmi um kerfi sem notast við X-Road gagnasamskiptalagið til þess ná í gögn frá öðrum stofnunum. Öryggi kerfisins er tryggt með margvíslegum máta:

  • Leynd gagna í samskiptum er tryggð með dulkóðun (skilríki frá CA).
  • Tiltækileiki er til dæmis tryggður með tvöföldun þjóna, sem hámarkar uppitíma.
  • Réttleiki gagna er tryggður með því að sleppa milliliðum milli aðila sem skiptast á gögnum. Ljóst að aðilar séu þeir sem þeir segjast vera. Rétt gögn eru aðgengileg beint frá ábyrgðaraðila/eiganda gagnanna.
  • Gögn eru ekki geymd af kerfinu, heldur einungis flutt milli aðila.
  • Rekjanleiki er tryggður með tímastimplun (TSA), svo hægt er að sjá hverjir nýta þjónustuna og hvenær.
  • Aðgangsstýring er tryggð hjá hverri stofnun fyrir sig. Ábyrgðaraðilar þjónusta/gagna hafa fulla stjórn á því hver hafi aðgang að þjónustum/gögnum. Aðgengisstjórn er ekki framseld til annarra.

Straumurinn er þó ekki bara hugsaður til þess að auka öryggi þeirra gagna sem verið er að veita, heldur einnig að auðvelda umsjón með gagnamiðlun í gegnum öruggar tengingar sem fyrirtæki mynda sín á milli. Með notkun Straumsins þarf bara að mynda eina tengingu við miðju Straumsins sem svo tryggir örugg samskipti beint við aðra aðila. Frá viðmóti er svo hægt að stýra aðgengi í stað þess að þurfa að stýra opnunum beint frá þeim þjónustum sem verið er að veita.

OK sjá um rekstur miðju Straumsins ásamt því að bjóða viðskiptavinum upp á rekstur öryggisþjóna til þess að tengjast strauminum. Ef þú hefur áhuga á því að vita meira um ávinning, tæknilega högun eða þær þjónustur sem OK bjóða upp á fyrir Strauminn, ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa í síma 570-1000 eða með því að senda tölvupóst á sala@ok.is.

deildu fréttinni

Explore more about OK