Poly fæst hjá OK

Gert er ráð fyrir að 30% af vinnuafli heimsins verði í fjarvinnu að hluta til árið 2024. Til þess að mæta nýjum þörfum starfsfólks hvað varðar sveigjanleika og blandaða vinnu hefur tölvufyrirtækið HP keypt Poly, sem er leiðandi í samskiptalausnum (hljóð- og myndlausnum) á heimsvísu. OK eru umboðsaðili HP á Íslandi.

Markmið HP með kaupunum er að efla lausnir fyrir blandaða vinnu (e. Hybrid Work) sem veitir starfsfólki frelsi að vinna þar sem því hentar og þar sem það telur sig afkasta mest; hvort sem það er á skrifstofunni, í fjarvinnnu eða á ferðinni.

Þá sér HP mikla möguleika í lausnum fyrir fundarherbergi, en talið er að einungis innan við 10% af fundarherbergjum búi yfir mynd- og samskiptalausnum. HP spáir því að fundarlausnahluti sameinaðs félags muni ná að þrefaldast á næsta ári.

HP/Poly lausnir eru nú komnar í vefverslun OK en þar geta viðskiptavinir geta skoðað fjölbreytt úrval hljóð- og myndlausna fyrir vinnustaði morgundagsins.

deildu fréttinni

Explore more about OK