Search
Close this search box.

Handsala samning með sjálfbærni að leiðarljósi

Nýr rammasamningur hefur verið undirritaður milli Isavia ohf og dótturfélaga Isavia við OK um kaup á tölvubúnaði til næstu tveggja ára með möguleika á framlengingu.

 

Markmiðið með rammasamningnum er að tryggja Isavia tölvubúnað á hagkvæmu verði og tryggja um leið að kaupin á tölvubúnaðinum styðji við sjálfbærnismarkmið Isavia út samningstímann.

 

Gerðar voru kröfur í útboðinu að tölvubúnaðurinn stæðist ákveðnar afkasta- og gæðakröfur ásamt því að farið var fram á að tölvubúnaðurinn væri afhentur tilbúinn til notkunar frá birgja.

 

„Við lögðum upp með að ná fram hagræði í kaupum á tölvubúnaði og uppsetningu með ákveðni sjálfvirkni en á sama tíma styðja við sjálfbærnismarkmið Isavia. Við erum ánægð með þennan nýja samning við OK og hlökkum til samstarfsins.“ segir Bjarni Örn Kærnested, framkvæmdastjóri Stafrænnar þróunar og upplýsingatækni Isavia.

 

„Það er ánægjulegt að gæði HP búnaðar og þjónusta OK hafi komið best út í þeim prófunum sem Isavia gerði við val á samstarfsaðila í tölvubúnaði. OK hefur kappkostað að bjóða góða þjónustu og hagstæð verð til fyrirtækja og stofnanna og mun halda því áfram. Við hlökkum til samstarfsins og fá að styðja við ISAVIA í þeirra vegferð að sjálfbærni og sjálfvirknivæðingu.“ segir Reynir Stefánsson, framkvæmdastjóri búnaðarsviðs OK.

deildu fréttinni

Explore more about OK