OK festir kaup á upplýsingatæknihluta TRS

Undirritaður hefur verið samningur um kaup OK á upplýsingatæknifyrirtækinu TRS á Selfossi. Bæði félög sérhæfa sig í þjónustu í upplýsingatækni og búnaðarsölu en með kaupunum fjölgar OK starfsstöðvum sínum og styrkir sig enn frekar sem leiðandi þjónustu- og rekstaraðili tölvukerfa. Þjónusta TRS við rafmagns- og fjarskiptakerfi er ekki hluti af kaupunum og verður sá hluti starfræktur í nýju félagi, TRS raf ehf.

Gunnar Zoëga forstjóri OK: „Við viljum bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og nálægð okkar við viðskiptavini skiptir þar máli. TRS hefur haldið uppi öflugri þjónustu, einkum á Suðurlandi þar sem uppbygging hefur verið mikil síðustu misserin og þykir okkur spennandi að taka þátt í þeirri vegferð.“

Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS: “ TRS hefur sinnt þjónustu við upplýsingakerfi í tæpa þrjá áratugi með góðum árangri. Við sjáum mikil tækifæri fyrir okkar starfsfólk og viðskiptavini með sölu TRS til OK og höfum fulla trú á að þeim muni farnast vel.“

Endanleg viðskipti eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

deildu fréttinni

Explore more about OK