Search
Close this search box.

OK er Fyrirtæki ársins þriðja árið í röð

OK hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2023 og er það sannkallaður heiður að það sé niðurstaða könnunar VR þriðja árið í röð.

Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins.

Okkar áherslur í mannauðsmálum eru að það sé tækifæri fyrir starfmenn til að vaxa og að skapa eftirsóknarvert vinnuumhverfi þar sem fólkinu líður vel. Við  leggjum kapp við að viðhalda góðri starfsánægju og að fólkið okkar fái tækifæri til að blómstra í leik og starfi. Það er því vissulega ánægjulegt að hljóta þessa viðurkenningu og að fá það staðfest að þessi vinna sé að skila sér og starfsfólkið okkar sé með því ánægðasta á íslenskum vinnumarkaði. OK er sameinað félag Opinna Kerfa og Premis og þar starfa um 130 manns. Það er stórkostleg niðurstaða að í sameinuðu fyrirtæki haldist starfsánægjan eins og þessar niðurstöður gefa til kynna.

OK er öflugt tölvufyrirtæki sem hefur starfað frá árinu 1985 og sérhæfir sig í þjónustu og rekstri tölvukerfa og sölu á búnaði.

deildu fréttinni

Explore more about OK