OK er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2024

OK hefur verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2024 hjá VR. Hljótum við þessa vottun fjórða árið í röð en þessi vottun staðfestir öflugar áherslur í mannauðsmálum hjá félaginu. Í könnun á Fyrirtæki ársins er starfsfólk beðið um að leggja mat á nokkra lykilþætti í vinnuumhverfinu. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Fyrirmyndarfyrirtæki eru 15 talsins í hverjum stærðarflokki. Flokkarnir eru stór fyrirtæki, meðalstór fyrirtæki og lítil fyrirtæki og er OK í flokki stórra fyrirtækja.

„Við erum stolt af starfsfólkinu okkar sem gerir sitt allra besta til að gera OK að frábærum og eftirsóttum vinnustað. Það er sameiginlegt verkefni alls starfsfólks að gera vinnustaðinn að því sem hann er. OK vill skapa umhverfi sem styður við starfsþróun og vöxt og að fólki líði vel“ segir María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK.

deildu fréttinni

Explore more about OK