Search
Close this search box.

31.10.2024

OK er Framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo kynnti í gær árlegan lista sinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki í Hörpu. Hrefna Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, ávarpaði gestina og fagnaði sérstaklega því að fjöldi fyrirtækja á listanum hafi aukist þrátt fyrir strangari skilyrði og krefjandi rekstrarskilyrði. „Þetta eru einungis um 2,5% af öllum fyrirtækjum á landinu, svo árangur ykkar hér er einstaklega merkilegur,“ sagði Hrefna.

Við hjá OK erum afar stolt af því að tilheyra flokki Framúrskarandi fyrirtækja hjá Creditinfo. Síðastliðin fimmtán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensku fyrirtæki hafa sýnt fram á framúrskarandi rekstur. Til þess að hljóta þessa viðurkenningu þurfa fyrirtæki m.a. að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1-3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð og eiginfjárhlutfall þarf að lágmarki að vera 20% þrjú rekstrarár í röð.

Deila frétt