Search
Close this search box.

25.11.2024

New York Times velur bestu laserprentarana

New York Times velur bestu laserprentarana

HP Color LaserJet Pro FMP 3301fdw er besti laserprentarinn árið 2024, að mati stórblaðsins New York Times. Miðillinn tók til kostanna ýmsa laserprentara en valdi að lokum fjóra sem sköruðu fram úr. Þar var HP prentarinn valinn sá besti.

Um HP Color LaserJet segir að hann sé auðveldur í uppsetningu og henti vel fyrir svart-hvíta og litapretun. Hann er sagður með einfalt viðmót eins og farsímar. Ennfremur er prentarinn með app sem einfaldar notkunina enn frekar. Prentarinn prentar 22-26 síður á mínútu, getur prentað umslag og aðrar óvenjulegar stærðir.

Aðrir prentarar sem New York Times valdi voru frá Brother framleiðandanum.

Þá hefur tæknimiðillinn GearLab valið HP Color LaserJet Pro MFP M283fdw sem besta laserprentarann eftir rýni. Segir að prentarinn sé sérlega notendavænn og búi yfir lágum rekstarkostnaði. Þá er HP OfficeJet 8015e Wireless Color valinn hagkvæmasti kosturinn út frá rekstrarkostnaði, að mati GearLab.

Deila frétt