Search
Close this search box.

28.05.2024

LazyTown gerir þjónustusamning við OK

LazyTown hefur samið við OK um kaup á búnaði ásamt rekstri og hýsingu á öllum stafrænum eignum LazyTown. LZT holding fjárfestingafélag keypti LazyTown og er félagið í eigu þeirra Magnúsar Scheving og Hrefnu Bjarkar Sverrisdóttur. Einnig mun OK styðja við flutning gagna og annarra stafrænna eigna til Íslands frá Bretlandi þar sem þau hafa verið hýst í eigu Turner samsteypunnar fyrrum eigenda LazyTown.

Mikil menningarverðmæti felast í gögnunum og því mikilvægt að hlúa vel að þeim og er stefnan að nýta efnið til að koma LazyTown aftur í sjónvarp út um allan heim. OK hefur það verkefni að hýsa gögn LazyTown og tryggja öryggi þeirra og þannig styðja við starfsemi LazyTown.

Samkvæmt fréttatilkynningu sem Magnús Scheving sendi frá sér gleðst hann yfir kaupunum og að hann hlakki til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að bættri heilsu barna um allan heim enn á ný.

„Við hjá OK erum afar stolt af því að Magnús og Hrefna hjá LazyTown hafi treyst OK til að hýsa og varðveita þessi mikilvægu menningarverðmæti og munum koma til með að vinna áfram að lausnum sem styðja við frekari vinnslu gagnanna auk útbreiðslu LazyTown á heimsvísu,” segir Stefán Örn Viðarsson, viðskiptastjóri OK.

Deila frétt