Kirkjugarðar Reykjavíkur

FYRIR

kirkjugarða reykjavíkur

lAUSN

vEFSÍÐA og kerfi

þJÓNUSTA

hÖNNUN, FORRITUN, CCS, UX FLOW, hýsing og rekstur

Ný vefsíða Kirkjugarða Reykjavíkur

Lausnir OK gerðu nýja vefsíðu fyrir Kirkjugarða Reykjavíkur en gamla síðan þeirra var komin til ára sinna. Hluti af verkefninu okkar var að sameina vefsíður Kirkjugarða Reykjavíkur og Bálfararstofu.  Við fengum einnig það verkefni að flytja hýsingu og rekstur yfir til OK frá öðrum hýsingaraðila.

Á nýju vefsíðunni er lagt upp úr að upplýsingar séu skýrar og aðgengilegar fyrir notendur. Nú er hægt að fylla út umsóknir fyrir bálfararbeiðnum í gegnum vef Kirkjugarða en áður var það gert í formi eyðublaða. 

Innblástur frá náttúrunni

Nýja vefsíðan var gerð með litapallettu sem sækir innblástur frá náttúrinni með jarðliti í forgrunni.

Notast var við vefstefnu við gerð vefsíðunnar sem Kirkjugarðar vann ásamt Athygli auglýsingastofu.

Leit að leiði

Nú er hægt að leita af leiðum eftir hverjum kirkjugarði fyrir sig. Þessi gögn eru tekin úr gagnagrunni Garða í gegnum API en rekstur á kerfinu var fluttur yfir til OK í haust.

Einnig er hægt að sjá upplýsingar um útfarir dagsins en þær eru nú aðgengilegar á vefsíðunni.

Umsóknir á rafrænt form

Umsóknir um bálfarir sem áður þurfti að fylla út með blaði og penna eru nú komnar á rafrænt form.

Tæknistakkur

Notast var við next.js við gerð síðunnar ásamt WordPress sem headless CMS.