FYRIR
Hringsjá starfs- og endurhæfingarstöð
VEFUR
lAUSN
vEFSÍÐA
þJÓNUSTA
hÖNNUN, FORRITUN, CSS, UX FLOW, AÐGENGISMÁL
Ný vefsíða í loftið
Í síðustu viku settum við á Lausnasviði OK vefsíðu fyrir Hringsjá starfs- og endurhæfingarstöð, www.hringsja.is, í loftið.
Markmið Hringsjár er að veita náms- og starfsendurhæfingu fyrir einstaklinga, 18 ára og eldri sem vegna sjúkdóma, slysa, fötlunar eða annarra áfalla þurfa á endurhæfingu að halda til að takast á við nám og/eða að stunda atvinnu á almennum vinnumarkaði.
Námið hentar einnig þeim sem hafa litla grunnmenntun eða sértæka námserfiðleika. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast frá Hringsjá séu færir um að takast á við nám í almennum framhaldsskólum og finna störf við hæfi á almennum vinnumarkaði.
Aðgengismál og uppfærsla á hönnun
Eftir fyrsta greiningarfundinn með starfsfólki Hringsjár var meginmarkmiðið að koma með nýja hönnun að þeirri vefsíðu sem var þá í notkun, gera enn betur í aðgengismálum og notendavænni vefsíðu fyrir þá sem eru að leita að upplýsingum um starfsemi, námsframboð og annarri þjónustu Hringsjár.
Hugmynd verður að veruleika
Við leggjum mikið upp úr því að greina verkefnin sem viðskiptavinir okkar koma með til okkar. Meta þarfir, hvað er mikilvægt, skilgreina notendahópa osfrv. Í framhaldi skilum við á Lausnasviði af okkur verkáætlun.
Í verkferlinu eru reglulegir stöðufundir með viðskiptavini, hann upplýstur um stöðu verkefna og tímafjölda.
Í þessari vegferð með Hringsjá var þetta ferlið og afraksturinn er þessi glæsilega vefsíða og allar áætlanir stóðust.
Tæknistakkur
Ákveðið var að skrifa síðuna með í WordPress og notast er við Elementor í CMS (Content Management System).
Elementor hefur reynst mjög vel þegar krafa er um að bakendi vefsíðunnar sé notendavænn.
Leave a comment