Básar

FYRIR

Golfklúbb Reykjavíkur

lAUSN

vEFSÍÐA

þJÓNUSTA

hÖNNUN, FORRITUN, CCS, UX FLOW

Ný vefsíða í loftið

Í haust setti Lausnasvið OK í loftið vefsíðuna Básar, www.basar.is, sem er annar angi af rekstri af Golfklúbbs Reykjavíkur. Básar er golfæfingasvæði í Grafarholti þar sem kylfingum gefst tækifæri á að æfa sveifluna með Trackman tækni allan ársins hring. Básar er fyrst og fremst upplýsingasíða sem gerir viðskiptavinum kleift að sækja sér allar upplýsingar um golfæfingarsvæði í Grafarholti. 

Vefsíðan sækir innblástur í hönnun www.grgolf.is og er einnig byggð á sama tæknistakk.

 

Upplýsingasíða

Básar er fyrst og fremst upplýsingasíða fyrir viðskiptavini til að geta flett upp opnunartíma, verðskrá og fleira. Vefsíðan sækir innblástur að hönnun frá grgolf.is en basar.is er annar angi af rekstri Golklúbbs Reykjavíkur.

Vefsíðan er með fallegum náttúrumyndum frá mörgum flottustu gölfvöllum heims sem hægt er að spila í TrackMan appinu.

Básar eru samastarfi við TrackMan Range

Á vefsíðuinni er einnig að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að nýta sér TrackMan Range appið á æfingum. Alir sem mæta í Bása á golfæfingu geta notað TrackMan til að færa sína golfiðkun á annað stig.

Tæknistakkur

Ákveðið var að skrifa síðuna með sama tæknistakk og grgolf.is, í WordPress og nota Elementor í CMS (Content Management System). 

Elementor hefur reynst mjög vel þegar krafa er um að bakendi vefsíðunnar sé notendavænn.