Search
Close this search box.

Hafa ekki undan að selja fundalausnir

Hafa ekki undan að selja fundalausnir 

Sífellt fleiri vinna orðið í fjarvinnu eða vinna heima hluta úr viku. Af þeim sökum hafa fundir innan veggja fyrirtækja tekið stórbreytingum; oft er hluti fundargesta heima og aðrir á skrifstofunni. „Þess vegna sjá fyrirtæki gríðarlegan hag í því að búa yfir öflugum fjarfundalausnum, sem tryggja bæði skýra mynd og búa yfir nægilega góðu hljóði í ólíkum fundarýmum,“ segir Kristinn Helgason, sölustjóri hjá OK. 

 

Gervigreindin allsráðandi 

Hann segir að sú sprenging sem hafi orðið í sölu á fjarfundalausnum í kringum COVID-19 sé síst á undanhaldi; eftirspurnin haldi áfram að aukast. „Við fundum vitanlega fyrst fyrir þessum áhuga fyrirtækja í kringum faraldurinn. Í upphafi voru það stærri fyrirtæki sem drógu vagninn en nú sjáum við meðalstór og lítil fyrirtæki taka við sér. Aukinheldur er þróunin hröð hjá framleiðendum og því eru margir þeirra sem keyptu fyrstu kerfin að skipta út fyrir nýrri gerðir. Við sjáum gervigreindina orðna allsráðandi í nýrri búnaði, svo sem til þess að læra á andlit og ramma inn svæði út frá hljóði, svo dæmi séu tekin. Þá búum við yfir lausnum sem vakna um leið og einhver stígur inn í fundarými. Kerfin eru því að ýmsum stærðum og gerðum og auðvelt að finna búnað fyrir öll rými og ólíkar gerðir fyrirtækja,“ segir Kristinn.

 

Skiptir máli að kenna vel á búnaðinn 

Kristinn segir OK hafa sett upp fleiri hundruð kerfi í fundarýmum á allra síðustu árum. „Við erum með gríðarlega öflug vörumerki, annars vegar Yealink og hins vegar HP Poly. Auk þess leggjum við gríðarlega mikla áherslu á að veita góða ráðgjöf við val á kerfum. Það er fyrst og fremst djúp þekking á lausnunum og vönduð ráðgjöf sem hefur oft úrslitaáhrif fyrir viðskiptavini. Við leggjum enn fremur mikla áherslu á að kenna viðskiptavinum okkar vel á búnaðinn svo að hann nýtist öllum sem þurfa að nota hann án vandkvæða. Um leið tryggjum við góða uppsetningu á búnaðinum þannig að óþarfa snúrur séu í algjöru lágmarki. Tæknifólkið okkar er bókað alla virka daga sem sýnir að okkar mati hversu öflug vörumerki við erum með og góða þjónustu.“ 

 

 

Láttu sérfræðingana sjá um tölvumálin 

Fyrir þá sem þess óska getur OK jafnframt komið að rekstri fundarherbergja hjá viðskiptavinum sínum í gegnum þjónustusamninga sem útfærðir eru í samráði við viðskiptavininn. Innifalið í þeirri þjónustu er þá t.a.m. vöktun og eftirlit með búnaði en sú þjónusta er veitt í gegnum þjónustuver OK sem starfrækt er 24/7, alla daga ársins. Jafnframt tryggja tæknimenn OK að allur búnaður sé ávallt uppfærður með nýjustu uppfærslum hverju sinni sem eykur bæði öryggi og uppitíma búnaðar. OK tryggir jafnframt að eiga til á lager alla helstu varahluti í kerfin þannig að bregðast megi hratt og örugglega við ef til bilunar kæmi. Að sögn Kristins hafa fjölmargir viðskiptavinir sem t.d. reka ekki eigin tölvudeildir nýtt sér þessa góðu þjónustu og þannig reitt sig á sérfræðinga OK í þessu efni. 

 

360° myndavélar gjörbreyta fundum 

Kristinn segir að öflugar fjarfundalausnir geti skipt höfuðmáli nú um stundir þar sem fólk er ekkert endilega allt á skrifstofunni. „Fjölmargir vinna orðið einhverja daga í mánuði heima og við sjáum þá þróun halda áfram. Búnaðurinn þarf því að tryggja að allir gestir á fundinum, hvort sem þeir eru í fundarými eða á netinu, fái að njóta sín á fundinum. Ein nýjasta viðbótin til að tryggja aukin gæði á fundum eru 360°myndavélar sem staðsettar eru á miðju fundaborði. Þær byggja á gervigreind og skanna fundagesti í byrjun funda og birta svo alltaf framan á andlit þeirra. Þessi breyting tekur fundi á annað stig því þeir sem eru staddir á netinu upplifa sig eins og þeir séu staddir inni á sjálfum fundinum og þurfa ekki að horfa á vangasvip fólks þegar það ræðir sín á milli í fundarýminu.“ 

Kristinn segir jafnframt að mikilvægt sé að huga vel að þeim skjám sem fylgja fundakerfum, ekki síst að velja fundaskjái en ekki sjónvarpsskjái. Fundaskjáir eru glampafríir ólíkt sjónvörpum og eru ætlaðir fyrir stöðuga notkun allan ársins hring.“ 

 

 

Yealink og HP Poly fást í vefverslun OK. 

 

deildu fréttinni

Explore more about OK