Search
Close this search box.

Gamlir geisladiskar nýttir í tölvuframleiðslu

Langflestir neytendur telja mikilvægt að sjálfbærni sé grunnstef í rekstri fyrirtækja þegar kemur að innkaupum, að því fram kemur í nýlegri könnun á vegum tölvufyrirtækisins HP. Í könnuninni kemur fram að 83% neytenda telji mikilvægt að fyrirtæki starfi eftir grænum og sjálfbærum áherslum. 

„Sjálfbærni skiptir neytendur sífellt meira máli og þeir leita markvisst eftir vöru og þjónustu sem er framleidd á umhverfisvænan hátt. Fyrirtæki eru vel meðvituð um afstöðu fólks í þessum málum enda getur hún stuðlað að langtíma viðskiptum þar sem umhverfi og samfélög eru höfð að leiðarljósi,“ segir Trausti Eiríksson, sölustjóri hjá OK.

 

100% endurnýtanlegar umbúðir 

Hann segir að sem dæmi sé HP stöðugt að finna leiðir til þess að nýta betur umhverfisvæn efni. Til dæmis með því að nota endurunnið plast, gler og endurunna málma í framleiðslu á búnaði. „Með HP tækni helst orkunotkun í lágmarki þó að afkastageta sé í hæsta gæðaflokki,“ segir Trausti. „HP skjáirnir eru framleiddir úr 90% endurunnum og endurnýtanlegum efnum og eru afhentir í umhverfisvænum umbúðum sem eru 100% endurvinnanlegar.“

Til að mæta auknum kröfum um minni úrgang og notkun á mengandi efnum fjarlægði HP alla auka skjákapla og lét fylgja með rafmagnssnúrur sem eru án PVC-efna. „PVC-fríu snúrurnar gera skjáina umhverfisvænni og með því að fjarlægja nokkra skjákapla sparast um það bil 40 tonn af köplum árlega.“

Sjávarplast notað í hátalara

Einnig má nefna að endurunnið sjávarplast er í hátölurum og gamlir geisladiskar eru nýttir í lyklaborðin hjá HP. „Aukinheldur er endurunnið ál og magnesíum notað í miklum mæli við framleiðslu á búnaðinum. Þetta eru afar sveigjanleg efni sem hægt er að nýta aftur og aftur.“

HP leggur enn fremur áherslu á að vörur séu fluttar frá verksmiðju með skipi sem skilur eftir sig 20 sinnum minna kolefnisfótspor miðað við flugfrakt. „OK gerir slíkt hið sama og minnkar kolefnisspor sitt með því að keyra allar vörur út á rafmagnsbílum,“ segir Trausti.

HP tölvubúnaður fæst í vefverslun OK. 

 

deildu fréttinni

Explore more about OK