Búast má við því að sprenging verði í notkun á sjálfvirkum þrifaróbótum hjá fyrirtækjum á þessu ári. Nú streyma fram fjölmargar gerðir af róbótum sem henta fyrir allar gerðir fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að slíkar lausnir muni vaxa sérstaklega í verslunum, verslunarmiðstöðum, heilbrigðisþjónustu, flugvöllum og vöruhúsum svo dæmi séu tekin.
Segja má þörfin hafi hafist í kringum COVID-tímann. Upp frá því hefur boltinn farið að rúlla. Spár gera ráð fyrir að vöxturinn fari úr 5,98 milljörðum dollara yfir 21 milljarð dollara árið 2030, eða jafnvel meira. Það má segja að sjálfvirkir þrifaróbótar verði staðalbúnaður í meðalstórum og stórum fyrirtækjum á komandi árum. Gervigreind mun gera þá örugga og skilvirkari. Helstu kostir sem fyrirtæki sjá með því að nota slíka róbóta eru:
- Betri og stöðugri gæði í þrifum
- Lækkun rekstarkostnaðar
- Aukið hreinlæti
- Rekjanleiki
- Gögn og greining til að bæta rekstur
- Þrif á þeim sem tíma sem hentar rekstrinum
- Löngun fyrirtækja til að efla ásýnd og tryggja viðskiptavild
- Samkeppnisforskot
Hægt verður að sjá sjálfkeyrandi þrifbót á fullu við bás Ok á UTmessunni 6. febrúar.




