HP hefur hlotið viðurkenningu fyrir forystu í sjálfbærni og hringrásarhagkerfinu í upplýsingatækni (ICT), frá greiningafyrirtækinu Frost & Sullivan.
Viðurkenningin (2025 Americas Company of the Year) byggir á framúrskarandi árangri í innleiðingu sjálfbærnistefnu, hringrásardrifinna viðskiptahátta og viðskiptavinamiðaðrar nýsköpunar.
Til að hljóta slíka viðurkenningu þarf fyrirtæki að sýna fram á góðan árangur þegar kemur að vexti, nýsköpun og að vera leiðandi á markað á sínu sviði—þættir sem endurspeglast í eftirspurn, vörumerkjauppbyggingu og staðsetningu á samkeppnismarkaði og geta lagt grunn að framtíðarvelgengni fyrirtækis og gera því kleift að uppfylla skilgreiningarþætti „Company of the Year“ verðlaunanna.“