HP Elitebook X G2 fartölvan hlaut Nýsköpunarverðlaun tæknimessunnar CES 2026 í Las Vegas.
Um er að ræða fyrstu fyrirtækjavélina með örgjörva sem styður 85 TOPS, sem þýðir að hún er tilvalin fyrir verkefni sem krefjast mikillar útreikninga, eins og myndgreiningu, talgreiningu í rauntíma eða flóknar gagnagreiningar. Sem dæmi tekur það vélina einungis 3-6 sekúndur að keyra tungumálalíkan og búa til samantekt úr 20 blaðsíðna PDF-skjali. Það tekur vélina 30-45 sekúndur að taka upp 30 mínútna fund, texta hann, búa til samantekt og aðgerðapunkta. Þá tekur það vélina undir einni sekúndu að flokka 1 milljón færslna.
„EliteBook X G2 vegur aðeins 1 kg, kemur með rafhlöðu sem endist allan vinnudaginn og nýjum gervigreindar eiginleikum sem veita hraðari útreikninga, lengri rafhlöðuendingu og betri orkunýtingu,“ segir Trausti Eiríksson vörustjóri tæknifyrirtækisins OK. Hann segir að tölvan sé snjallari en fyrri kynslóðir, þar sem hún veit nákvæmlega hvenær hún þarf á afli að halda og hvenær ekki, sem hjálpar til við að spara orku.
Trausti segir að hönnun á lyklaborðinu sé ennfremur einstakt, en það er svokallað „Top-Mount“ lyklaborð, sem er fest að ofanverðu og því auðvelt að skipta út án þess að taka allan búnaðinn í sundur. „Hægt er að fjarlægja ýmsa íhluti án vandkvæða. Af þeim sökum verða viðgerðir miklu einfaldari og hraðari en ella. Slík hönnun sparar líka tíma og kostnað — og eykur líftíma búnaðarins.“