26.11.2025

Viðskiptavinir OK fengu hlýlegt jólaknús

Viðskiptavinir í Stafrænu faðmlagi hjá tæknifyrirtækinu OK fjölmenntu sem fyrr á hið árlega Jólaknús. Þessi skemmtilegi viðburður er hittingur viðskiptavina og samstarfsfólks hjá OK, þar sem góðar veitingar í föstu og fljótandi formi ráða för. Að þessu sinni var boðið upp á úrval jólabjóra frá brugghúsunum Ölverki og Ölvisholti. Viðskiptavinir fengu að smakka bæði klassískar og nýjar tegundir í hlýlegri og afslappaðri jólastemningu.

„Á Jólaknúsi fáum tækifæri til að eiga spjall við viðskiptavini áður en hátíðarnar ganga í garð. Þetta er léttur og vinalegur viðburður þar sem jólastemningin ræður ríkum. Hann slær um leið tóninn fyrir upphaf jólahátíðarinnar hjá okkur,“ segir Karl Óskar Kristbjarnarson, forstöðumaður Viðskiptastýringar hjá OK.

Stafrænt faðmlag er heildstæð lausn frá OK þar sem fyrirtækið sér um rekstur, öryggi og fræðslu til að tryggja öruggt og skilvirkt stafrænt umhverfi.

Deila frétt