Eigðu eða leigðu starfsmannabúnaðinn

 

Opin kerfi hefur í nokkurn tíma boðið viðskiptavinum þann möguleika að leigja starfsmanna- og/eða búnað fyrir fyrirtækið. Þannig minnkar fjárbinding, kostnaður á á mánuði verður þekktur og áætlunagerð auðveldari.

Þú greiðir fasta upphæð á mánuði í 3 ár og því er ekki þörf að leggja út fyrir öllum kostnaði í einu. Kostnaður við hvern starfsmann er á hreinu og ábyrgð er á búnaðinum út samningstímann. Að samningstíma loknum er mögulegt að endurnýja búnaðinn.

Dæmi um starfsmannabúnað gæti verið allt sem þarf til að setja upp fasta eða hreyfanlega vinnustöð jafnvel ásamt hugbúnaði. 

Annar búnaður sem fyrirtækið þarfnast eins og prentarar og netþjónar geta líka fallið undir samninginn.

Lesa meira

Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016

 

Opin kerfi er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR í hópi stórra fyrirtækja árið 2016.

Eins og segir á vef VR eru fyrirtækin í tíu efstu sætum í hverjum flokki eru sannarlega til fyrirmyndar og telur VR ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þeirra. Þessi fyrirtæki fá titilinn „Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2015“.Við endurtökum árangurinn frá síðasta ári og eins og segir á vef VR, „fyrirtækin í tíu efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki og er ástæða til að vekja athygli á góðum árangri þeirra. Fyrirtæki sem nær inn á topp tíu listann sinna starfsmannamálum á skilvirkan hátt og halda vel utan um mannauð sinn.“

Lesa meira