Uppbókað er á ráðstefnu OK, „Lausnir sem skapa forskot,“ sem fer fram þann 16. október. Hátt í 300 hafa bókað sig á viðburðinn en hægt er að skrá sig á biðlista.
„Við höfum fengið frábærar viðtökur – áhuginn á ráðstefnunni hefur farið langt fram úr björtustu vonum,“ segir Ísold Einarsdóttir, markaðsstjóri OK. „Sérstaklega er mikill áhugi á erindi Christiaan Lustig, sem er meðal fremstu sérfræðinga Evrópu í stafrænni starfsupplifun og framtíð vinnustaða. Ráðstefnan er jafnframt frábær vettvangur fyrir stjórnendur og sérfræðinga í tækni til að fá innsýn í það sem er efst á baugi í upplýsingatækni og þróun vinnuumhverfisins.“
Ráðstefnan skiptist í tvo meginstrauma, annars vegar fyrir stjórnendur og hins vegar fyrir tæknisérfræðinga. Meðal annars verður fjallað um hvernig fyrirtæki geta aukið nýsköpun með gervigreind, vefveiðar, sýndarumhverfi og hvernig hægt sé að nýta sjálfbærni sem samkeppnisforskot.
Þeir sem ekki hafa náð að tryggja sér sæti geta nú skráð sig á biðlista á ok@ok.is.