09.10.2025

OK ráðstefna 2025 – uppbókað

Mikill áhugi hefur verið á OK ráðstefnunni Lausnir sem skapa forskot, sem haldin verður á Hilton Reykjavík Nordica þann 16. október.
Nú er uppbókað á viðburðinn, en hægt er að skrá sig á biðlista á radstefna.ok.is

Á ráðstefnunni koma saman sérfræðingar frá HP, HPE, Arrow, KPMG og OK og fjalla um lausnir sem skapa raunverulegt forskot.
Gestir fá innsýn í nýjustu strauma í upplýsingatækni, sjálfbærni, netöryggi og stafrænni starfsupplifun – og hvernig þessar lausnir nýtast fyrirtækjum í daglegum rekstri.

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur og hlökkum til að taka á móti gestum á Hilton Reykjavík Nordica þann 16. október.

Deila frétt