Search
Close this search box.

15.05.2025

OK er Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2025

OK hefur hlotið viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki 2025 hjá VR og erum við stolt af því að vera meðal þeirra fyrirtækja sem skara fram úr að mati starfsfólks. Þetta er fimmta árið í röð sem við fáum þessa vottun – sem er staðfesting á að við skorum hátt í mati starfsfólks á vinnustaðnum.

 

Í könnuninni leggur starfsfólk mat á níu lykilþætti í vinnuumhverfinu – þar á meðal stjórnun, starfsanda, launakjör, jafnrétti og sveigjanleika. Hver þáttur fær einkunn frá 1 til 5 og saman mynda þær heildareinkunn fyrirtækisins. Að vera í hópi fimmtán efstu fyrirtækja í flokki stórra fyrirtækja er staðfesting á öflugri mannauðsstefnu og menningu sem fólk vill tilheyra.

 

„Það er okkur mjög mikilvægt að hlusta á starfsfólkið okkar og veita því tækifæri til að blómstra – bæði faglega og persónulega. Við erum ótrúlega stolt af því að fá þessa viðurkenningu enn á ný,“ segir María Dís Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri OK.

 

Við leggjum metnað í að skapa umhverfi þar sem fólki líður vel, nýtur sín og getur vaxið í sínu starfi. Það gleður okkur að fá enn eina staðfestingu þess að við séum að byggja upp vinnustað sem starfsfólkið okkar treystir, metur og vill tilheyra. 

Deila frétt