31.10.2025

OK er Framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo kynnti í gær árlegan lista sinn yfir Framúrskarandi fyrirtæki við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Aðeins um 2,5% íslenskra fyrirtækja standast þau ströngu viðmið sem gera þau framúrskarandi í rekstri.

Við hjá OK erum afar stolt af því að vera á meðal þeirra fyrirtækja sem uppfylla þessi skilyrði og hljóta viðurkenningu Creditinfo fyrir heilbrigðan rekstur og sterkar stoðir.

Síðastliðin sextán ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu á íslenskum fyrirtækjum til að meta hver þeirra sýna fram á stöðugan og ábyrgan rekstur. Til þess að hljóta viðurkenninguna þurfa fyrirtæki meðal annars að hafa skilað ársreikningi til RSK síðastliðin þrjú ár, vera í lánshæfisflokki 1–3, hafa sýnt jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) og jákvæða ársniðurstöðu þrjú ár í röð, auk þess sem eiginfjárhlutfall þarf að vera að lágmarki 20% þrjú ár samfleytt.

Deila frétt